Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 10
24 LÆKNABLAÐIÐ Granuloma. Guðmundur Magnússon prófessor lýsir í októberblaSi Lbl. 1918, ein- kennilegum kvilla, sem hann kallar Granuloma. Hann hefir þá oröiö var vi'ö 5 sjúklinga meö Granuloma. — G. M. lýsir þessum kvilla svo vel, aö viö þá lýsingn hefi eg engu aö bæta. í greininni er líka útdráttur úr smá- sjárrannsókn eftir Stefán Jónsson. Flest undanfarin ár síöan eg kom til Sauðárkróks, hefi eg orðið þessa kvilla var, en þó nokkuð mismunandi, 1—7 á ári, einna mest borið á þessu i haust. Eg hefi ávalt haft þá lækningaraðferð sem G. M. talar um, hefí þó reynt meðferð þá, sem Matth. Einarsson getur um, en finst hún aö minsta kosti ekki eins fljótvirk (ung. pyrogall. comp., F. N. C. H.). Þaö sem mér viröist einkennilegt við Granuloma er þetta: Eg hefi að eins orðið þess var á haustin í sláturtíðinni, og þegar sjúklingarnir eru spuröir um orsökina, er næstum ætíð sama svarið, að þeir hafi hruflað sig á sög, er þeir voru að saga hornjaf kindarhausum. Granuloma hefi eg að eins séð á höndum að einu tilfelli undanteknu, sem var í andliti, og í því tilfelli var orsökin sú, að kind haföi stangað mann í andlitið. Eg hefi ekki orðið þess var, að Granuloma hafi batnaö af sjálfu sér. Sjúkling- arnir hafa allir orðið aö fara til læknis fyr eða síðár, og hefir það borið við, að þeir hafa dregið það lengi, sem langt hafa átt til læknis að sækja. Hefir það þá orðið stórt, alt að 3 ctm í þvermál, upphækkað, hart og vifsu- litiö, enda hafa sjúkl. þá oft reynt aö lækna þaö með joðáburði. Það er að eins þetta, um orsökina til Granuloma, sem eg hefi a'ð bæta við grein G. M., að hrái kemst í nýtt sár, alloftast eða næstum ætíð af kindarhorni eða úr slóginni í því, og virðist þetta benda á specifika oúsök. Jónas Kristjánsson. Smágreinar og athugasemdir. Journal of American Medical Association. Kirtlar (lifur, bris, thymus, nýru) hafa lengi haft ilt orð á sér sem óholl fæða. Purinefnin úr öllum frumkjörnunum áttu að fylla líkamann meö þvagsýru og valda gigt. Ritstjórnargrein telur Jiessa kenningu hæpna. Tilraunir McCollum’s o. f 1., hafa sýnt, að kirtlar, sérstaklega lifrin, inni- halda bæöi auðmeltanlega eggjahvítu, og eru auk þess auðugir af vita- minum. Dýr geta ekki þrifist á kjöti einu saman (vöðvum), þvi vitamin er af svo skornunf skamti. Aftur má ala þau eingöngu á blóði og kirtlum og ber ekkert á, að þvagsýran tæmist ekki fullört úr líkamanum. Blaðið telur því lifur og aðra kirtla góða og holla fæðu, ef ekki er hún notuö í óhófi. (30. okt.). Námsskeið fyrir lækna eru nú haldin viðsvegar í Bandarikjunum, til þess að kenna þeim sem best diagnosis á berklaveiki. Æfðir sérfræöingar kenna, og lifandi myndir eru notaðar við kensluna. Hvert námsskeiö varir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.