Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 16
30 LÆKNABLAÐIÐ 1. F r v. um varnir gegn b te r k 1 a v)e ikji, er samrö af milli- þinganefndinni. Svo má heita, aö þaö lúti aö því einu, aö vernda b ö r n gegn smitun; alt annaö standi í sambandi viö það. — 2. gr. Skýrslur lækna um t. b. líkar og nú, en embættislausir læknar fá 3 kr. fyrir (tilkynningu um berklav. sjúkl. 3. gr. Læknar skulu gefa sjúkl. varúðarreglur og hafa eftirlit meö að þeim sé framfylgt. 4. gr. Sótthr. skal viö dauða eða burtför sjúkl. 5. gr. Allir, sem fást við barnakenslu, skulu hafa vo'ttorð um að þeir hafi ekki t. b. 7. gr. Börn sem njóta barnakenslu, skulu hafe vottorð, og hvergi má kenna þar sem sjúkl. með t. b. er á heimili. 9. gr. Ljósmæöur skulu hafa árl. vottorð. 10. gr. Barn má ekki taka'á berklav. heimili, og ekki berklav. barn á heilbr. barnaheimili. 12. gr. Sjúkl. mega ekki starfa að mjöltum eöa kúahirðingu, matsölu og matreiöslu á opin- berum stöðum. 13. gr. Komi berklav. upp á barnaheimili, skal annað hvort flytja sjúkl. eða börnin burtu, nema héraðsl. telji að „engin smit- unarhætta geti staðið af sjúkl.“. Sé hlutaðeig. þetta nauðugt, skal þó ekki beita valdi nema mikil hætta sé á að börnin smitist. 14. gr. Efnalitlir sjúkl. fá ókeypis vist á heilsuhælum barna. Kostnað við vistun heilbrigðra greiðir sýslan að nokkru, landssjóöur að nokkru. 16. gr. Styrkur til sjúkl. skal ekki talinn fátækrastyrkur. — Nefndin gerir ráö fyrir, að meðlags- kostn. sjúkl. sem lendir á ríkissjóði verði sem stendur 72 þús. kr., en 122 þús. er fram í sækir, að minsta kosti ekki meiri en 130—140 þús. All- mikil aukastörf leggjast á héraðsl. með frv. þessu, en nefndin gerir ráð fyrir, að þeim sje ljúft aö inna þau af hendi og svo ætti þaö að vera. Frv. er í fylsta samræmi viö það almenná álit, að börnum sé mest hætlta búin af sýkingu, en tvísýnar munu flestar ráöstafanir reynast meðan grundvöllur allra heilbrigðismála vorra er svo lélegur, húsakynni af- leit, þrifnaður misjafn etc. — Erfitt mun það og fyrir héraðsl., að sjá um að gætt sé varúðar. Það vakna margar vafáspurningar viö lestur frv. 2. F r v. u m e i n k a s ö 1 u á 1 y' f j u m. Það er komið frá land- lækni. „Frá 1. jan. 1922 má enginn nema landsstjórnin flytja hingað frá útlöndum neina tegund af lyfjum, umbúöum og þeim hjúkrunargögnum, er talin veröa í lyfsöluskránni". Verslunin selur að eins læknum og lyf- sölum, svo læknar yröu þá ekki skyldir aö kaupa lyf sín hjá lyfsölum Og fengju þau sennil. með sama verði. Ástæður landlæknis fyrir frv. eru þessar: a) Trygging fyrir góðum og óskemdum vörum, b) nægum birgðum, c) hæfilegu verði. d) Auöveld- ara að semja sanngjarnan taxta. e) Betri innkaup. f) Ódýrari lyf. g) Hagnaður fyrir ríkissjóð. Þá telur hann að lyfsölum verði lítill eða eng- inn óhagur aö breytingunni. Lyfsalafélag íslands sendir Alþingi langar athugasemdir við frv. þetta. Er þar rakin löggjöf um lyfsölu hér aö fornu og nýju, og talið aö frv. komi mjög i bága viö réttindi lyfsala, eigi þeir því fullan rétt til skaöa- 1)óta, ef frv. verður aö lögum, þar á meðal fyrir það, aö læknar séu ek'ki skyldaðir til aÖ kaupa hjá lyfsölum. Þá telja þeir vafalaust, að lyfin veröi dýrari með þessu lagi. Rekstrarkostnaö verslunarinnar á ári áætla þeir (reksturskostnað, vexti, vátrygging) alls 107500 kr. Allir sjá, að hér er um þýðingarmikið mál aö ræða. Þó frv. yrði að lögum, má telja víst, að læknar skaðast ekki á því og' lyfin veröa ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.