Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 8
22 LÆKNABLAÐIÐ eins lítiS, eins og fyr seg'ir. Þó er vert a'S fara varlega viS mb. cordis. sérstaklega aS gefa ekki stóra skamta í einu og líklega best aS varast þá intravenöst viö mb. cordis. Eftir intraven. inject. kemur oft, og stundum við subcut. inject., eins konar collaps, sem þó ekki varir lengi, eg hefi séS þaö þó nokkrum sinnum á heilbrigöum konum. Á Naturforschever- sammlung 1913* getur Wagner þess til, aS þessi collaps komi af arteriu- contraktionum, sérstaklega í art. coronariae. Þessi aukni blóöþrýstingur mun líka vera ástæöan til þess, að sumir telja nefritis og yfirvofandi ecclampsi contraind. fyrir pituitrini. Þegar viö nú snúum okkur aö hættum þeim, sem fóstrinu getur stafaö af pituitrinnotkuninni, þá er það aðallega ein, sem yfir vofir í hvert ein- asta skifti, og því meir, sem lengra er á fæðinguna liðið, og fóstrið þess vegna ef til vill orðið mótstöðulítið. Þessi hætta er asphyxían, sem oft kemur við eðlilegar fæðingar, án þess að hægt sé að segja hvers vegna, en hún verður skiljanleg, þegar sterkar hríðar koma með stuttu millibili, ef til vill „hríðastormur", sem dregur úr blóðrásinni í úterus, og gefur ekki fóstrinu nægilegan tíma til þess að ná sér milli hríðanna. Nú er svo, að reglulegur hríðastormur kernur oftast fyrir, ef pituitrin er notað meðan útvíkkunin er lítil, og fóstrið því ekki búið að standa lengi fast í grind- inni, og þá minni hættan að jafnaði, en alt um það verður alt af að vaka vel yfir fósturhljóðunum, þegar pituitrin er gefið. Þrátt fyrir asphvxi- hættuna hefi eg þó séð ráðlagt, að gefa pituitrin við yfirvofandi asphyxi, en því að eins, að ekki variti nema herslumuninn til þess að koma barn- inu í heiminn, og þá um leið að reyna sig við hríðarnar, hvort fljótara verði, þær að reka út barnið, eða læknirinri að búa sig undir tangartakið. Einnig verður að gá að j^ví, að altaf er barninu meiri hætta búin eftir að vatnið er runnið, en áður. Þess: þarf varla að geta, að hættulegft er líka fyrir fóstrið, eins og móð- urina, að gefa pituitrin við ennisstöðu og1 skálegu, og yfirleitt ef búist er við, að þurfi bráðlega að gera vendingu. Séð hefi eg líka þess getið til, að pit. geti verkað beinlínis á hjarta fóst- ursins, og af því geti stafað asphyxi (S p a e t h, W a gn e r**). H e c h t & N a d e 1*** ráða það af dýratilraunum, að pituitrinverkanir á hjartað séu vagusirritation og ráða því til þess, ef fósturhljóð verða hæg, að gefa þá 1—1,5 mg. atropin subcutant, en hvergi hefi eg" rekið mig á, aö það hafi verið reynt í praxis. Skamtar þeir, sem pituitrin er gefiö i, eru venjulegast \\'2—1 ccm. af extractinu, sem oftast hefir inni að halda 20°/o af glandula pituitaria eða þeim hluta hennar, sem notaður er. Þessir skamtar, og jafnvel sltærri og ítrekaðir skamtar, virðast vera alveg saklausir fyrir heilsu manna, einu ó- þægindin af þeim munu vera þau, að stundum kemur ógleði og svimi og nær því collapsus rétt á eftir, en stendur vanalega mjög stutt yfir og sýn- ist lítið gera til. Gefið per os sýnist pituitrinið litil sem engin áhrif hafa. Vanalegast er að nota pituitrinið subcutant eða intramusculert, og koma þá * Zentralbl. f. Gyn. 1913, 41. ** Zentralbl. f. Gyn. 1913, nr. 5 og 41. *** Wiener klin. Wochenschr. 1913, 47.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.