Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 3
LIKIIBLlfllD 7. árg. Febrúar, 1921. 2. blað. Fractura braseos cranii. Ruptura art. meningeae mediae. Trepanatio. Sanatio. Eftir Steingrím Matthíasson. Eg man vel hve bæði prófessor Wanscher og Bloch innrættu okkur stúdentum vandlega, hvernig greina skyldi art. meningea ruptur og hversu þakklátt starf þaö gæti veriö, aS opna höfuSskelina á réttum staS í tækai tíS. Og mér fanst eg þá hlakka til a$ geta einhvern tíma kom- ist i tæri viS þá góSu art. meningea media. Fyrsta áriS mitt hér á Akureyri var eg kallaSur til manns úti á Odd- eyri. Hann lá meSvitundarlaus, máttlaus hægra megin og í djúpri coma. FólkiS var ekki i vafa um, aS hann hefSi fengiS „slag“. En hann hafSi líka fengiS slag í þeirri merkingu, aS stéinolíutunna (sem veriS var aS lyfta upp úr lestarrúmi) hafSi slegist viS höfuSiS á honum og slengit hon- um niSur. ÞaS hafSi snöggvast liSiS yfir hann og hann kendi sársauka og svima, en hann gat brátt staSiS upp og gengiS óstuddur heim til sin. Smámsaman versnaSi honum aftur, hann féll í ómegin, sofnaSi föstum hrotusvefni og varS máttlaus í allri hægri hliS. Eg gat nú ekki komist aS fastri niSurstöSu um, hvort þe,tta væri r u p t. a r t. m e n i n g. eSa apoplexia cerebri. Þótti þó hiS fyrra fult eins sennilegt. Og eg gat því síSur slegiS því föstu meS sjálfum mér, aS hér væri skylda mín aS trepanera. MaSurinn var innan viS fimtugt. ÞaS mælti fremur móti apoplexia en meS meningearup.tur. Hic Rhodus, hic salta! hugsaSi eg annaS veifiS, en svo var annaS, sem mælti á móti. MaSurinn var mikill drykkjumaSur og ga’t því vel hafa fengiS apoplexia. Fyrir óreglu hans var fátækt mikil, hjónabandiS óham- ingjusamlegt, konan heilsulaus, en ómegS talsverS. HeimiliS þáSi af sveit og virtist litlu bættara þó hann lifnaSi nú viS. Eg gat ekki fengiS mig til aS hefjast1 handa og standa í stórræSum fyrir mann, sem aS allra dómi virtist moribundus og eins líklegt aS dæi þá i höndunum á mér, sem þá var óvanur öllum meiri háttar aSgerSum. Hann dó eftir nokkra kl.tíma. 26. júní í sumar símaSi Björn kollega Jósefsson til mín um slys SigurS- ar kaupfélagsstjóra Sigfússonar. Hann hafSi daginn áSur stokkiS út úr bifreiS, sem var á hægri ferS, en lent þá meS höfuSiS á stólpa viS veginn og rotast. Eftir nokkra stund fékk hann dálitla rænu, en misti hana brátt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.