Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 21 eöa jafnvel lokun, eru sjaldgæf, en þó vert að mirinast þeirra, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, hve lítið fæst í aðra hönd þótt pituitrin sé notað við fæðingu fósturs, sem stutt er á veg komið. Við aborta er það að eins móðirin, sem tillit verður tekið til, en við fæðingu fósturs, sem er svo gamalt, að það getur lifað, verður að taka tillit til bæði móður og barns, hvað sem gera þarf við fæðinguna. Það þarf að hlifa móðurinni fyrir öllum óperatíónum, s'em ekki eru bráðnauðsynlegar og fyrir öllum líkamsskemdum, sem hjá verður komist. En sú hætta fyrir móðurina, sem oftast vofir yfir við pituitrin-notkun er, að binda verði enda á fæðinguna með operation í þágu barnsins, vegna yfirvofandi asphyxiu. Sú hætta er oft óútreiknanleg á undan, en þá er um að gera, að svo sé ástatt, að ná megi barninu með sem minstri hættu fyrir móðurina, þ. e. a. s. við höfuðstöðu verður höfuðið að vera tangartækt og orificium fullvíkkað eða því sem næst. Ein hættan er sú, sem sjaldan er talað um og litið gert úr, en þó þess verð að vera talin með, og það er ruptura perinei, sem tíðust er hjá primiparae og því meiri hætta á, sem hríðarnar verða sterkari og reka fóstrið út á skemri tíma. Eirina mesta hættan, sem móðurinni stafar af pituitrininu er ruptura uteri, sem þó varla kemur fyrir nema pituitrin sé notað eftir vitlausum indikationum. En rupturan vofir yfir, þar sem grindarþrengsli eru, eða þar sem fóstrið liggur svo, að það getur ekki fæðst að jafnaði, eiris og t. d. við skálegu og ennisstöðu. Eg hefi rekið mig á þó nokkur tilfelli í tíma- ritum af rupt. uteri eftir pituitrin, en oftast'' hafa þar verið grindarþrengsli fyrir. í einni skýrslu, sem M u n d e 11* hefir safnað til 3952 pituitrin- tilfellum, getur hann um 5 konur, sem dáið hafa, vegna ruptura uteri. Eitt einkennilegt dæmi getur Herz um :** I-para með dálítið þrönga, rakitiska gririd, portio ekki alveg útþynt og orificium 2 fingra vítt — gaf pituitrin og við það rifnaði portio frá að framan í lac. anticum og krakkinn fædd- ist gegnum rifuna — tamponade — sanatio. — Þetta bendir á, hve hættu- legt getur verið að gefa pituitrin, þótt ekki séu grindarþrengisli, ef collum er mjög rigid, eins og oft vill til á gömlum primiparae. í tilfelli H e r z hefir collum ef til vill dregið sig saman við pituitrinverkunina, en það mun þó vera mjög sjaldgæft við fæðingar á réttum tíma. Þó getur V o- gelsberger*** um 2 tilfelliafstricturáorific.internum,vegnapituitrins, stricturan lét þá fyrst undan, þegar pituitrinverkunin hætti. G i s e lf varar líka við pituitrini meðan orificium er lítið, vegna strictur-myndunar, en aftur á móti eru aðrir, sem aldrei haía séð slikt. Það hafa líka sumir talið mb. cordis og nefritis contraindikationir fyrir pituitrinbrúkun, móðurinnar vegna, t. d. Puppelff o. fl. Contraindik. vegna mb. cordis byggjast aðallega á því, hvort konan þolir það aukna erfiði, sem pituitrinbrúkun fylgir, og líka því, að pit. eykur blóðþrýstinginri, en hættan getur varla verið mikil þar, því að pit. eykur blóðþrýstinginn að * American journ. of obst. 73, 2. 1916 ref. Zentralbl. ** Zentralbl. f. Gyn. 1913, 20. *** Archiv. f. Gyn. 99, 3. t Zentralbl. f. Gyn. 1913, 5- tt Monatsschr. f. Geb. u. Gyn. 38, 4.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.