Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 2g sem mest. Ein af tillögum hans er sú, aS hver skuli borga fyrir sig á veitingahúsum. — (Hyg. rev. Ii—12 1920, og nr. 1 ’2i). Eskimóar í Ameríku. Vilhj. Stefánsson segir ýmislegt frá þeim í ferSa- bók sinni: Abortus provo'catus er almennur og þykir engin synd. Er fæSingu komiö af staft meS einskonar massage. Þetta reynist hættulaust eíSa því sem nær, og má vera að aöferöin sé betri en þær sem tíökast hjá lækríum. — Börn eru ekki snert fyr en fædd eru, og eftir fæðingu fer konan mjög bráölega á fætur. Sængurkonur boröa að eins soðinn fisk. —< Corp. al corneae reyna þeir að ná burtu meö því aö draga hár yfir cornea, en dugi þaö ekki, binda þeir 1 ú s í hár og hleypa henni á cornea til þess að ná aðskotahlutnum burtu! Fr éttir. Læknafél. Rvíkur. Fundur 14. febr. — Guöm. Thoroddsen sýndi konu, með paralysis n. peronei, sem haföi alið barn fyrir nokkru og fæöing gengið eölilega en tregt. Barnið í hvirfílstööu. Síðast i fæö. kvart- aöi konan undan nevralg. verkjum niöur eftir öðrum fæti. Eftir að hún var komin á fætur dró bráðlega úr þrautunum, en rjettendur á leggríum og dálksvöövar voru lamaðir (n. peron.), svo hún átti erfitt meö gang og jafnvel aö halda jafnvægi á mjöðmunum (þjóvöðvar). Var nú á nokkr- um batavegi. Sjúkd. eflaust sprottinn af þrýstingi á plex. sacralis. — Þá sýndi hann konu með tub. olecrani. Hafði tekist aö ná skemd- •nni burtu án þess aö liöurinn sýktist og varð þó aö opna hann viö að- gerðina, því liöpokinn var skemdur á bletti. — Próf. Sæm. Bjamhéðins- son sýndi holdsv. sjúkl., sem dvalið haföi 18 ár á Laugarnesspítala. Þung lepra mixta meö langvinnri hitaveiki, þrimlum, sárum, lömunum (pes equinus, sublux. manus), taugaþrautum, episcleritis, iritis o. fl. Hefir siöustu árin fengiö ol. gynocardii og batnað smámsaman, svo að nú ber ekki verulega á ööru en afleiðingum sjúkd. Sjúkl. er nú á fótum við góða heilsu og vinnur mikið. Sýklar voru í fyrstu miklir, finnast ekki nú orðiö. S. B. telur sjúkl. „relativt" heilbrigðan og lætur hann fara af spítalan- um. — Matthías Einarsson sýndi 8 mán. gamalt fóstur. Var þaö utan- legsbarn, sem náð var með holskurði út úr kviðarholinu. Eggið haföi sprungið fyrir nokkru. Nokkur samvöxtur var milli fósturs, fylgju og garna en tókst þó að losa þaö sundur. Konunni heilsaöist vel. Fylgjarí var stór og nálega h n ö 11 ó 11. Nefnd var kosin til þess aö athuga hjús n æ ö i s m á 1 félagsirís. Kosnir voru: G. Claessen, G. Thoroddsen og Sæm. Bjarnhéðinsson. Nefndin, sem kosin var til þess aö greiða fyrir því, aö u m b ú ö a- s m i ð u r fengist hér í Rvík, skýrði frá því, sem henni hafði áunnist. Hún taldi völ á álitlegum manni og viðvíkjandi kenslu hans haföi hún snúið sér til Samfundet for Vanföre. Voru sæmilegar horfur á því, að hún fengist, en ýms tormerki höfðu þó komið í ljó's, svo óvíst er, hve- nær þetta kemst i framkvæmd. Þrjú frumvörp um heilbrigðismál hefir stjórnin lag*t fyrir þetta þing. Veröur í þetta sinn aðeins getið aðalatriða þeirra.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.