Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 25 aS eins 7 daga. — Myndi ekki hálfsmánatSar námsskeiS á Vífilsstööum koma oss a'S gagni, ef alt væri sem best undir þaö búiS? (30. okt.). Pruritus læknar Allen meö skuröi. Hann losar húölengjur frá subcutÍB (fastar á báöum endum), smeygir grisju undir þær, til þess holdfylling er byrjuö (ca. ein vika) og lætur j)ær síðan gróa viö. Þær eru þá tilfinninga- iausar, því allar taugar hafa skorist sundur. (30. okt.). Ulcus ventr. & duodeni telur Wolff (í sænska timaritinu Hygiea) stafa aö miklu leyti af vagotoni eöa ýfingu á vagus. Sumum hefir og gefist vel atropinmeðferð, —1 milligrm. á dag í 10 vikur. — Þetta kemur vel heim viö gamla ráöiö, áö blanda hyoscyamus saman viö subnitr. bism. o. fl., einkum er verkir voru miklir. ( 30. okt.). Hettusótt og eistnarýrnun. Eistnabólga gerir vart við sig á 10—25% hettusóttarsjúkl. (karla). Og hér um bil helmingur af eistum, sem bólgna, rýrnar síðar og ónýtist. Þetta er alt annað en Jaýöingarlaupt, ekki síst ef bæöi eistun bólgna. Ballenger reyndi aö opna í tæka tíö tunica vaginalis og skera sundur tunica albuginea á eistanu með langskuröi, svo nokkuö rýmkaöi um þrútna eistað. Þetta gafst vel á 3 sjúkl., og eistun rýrnuðu ekki. (6. nóv.). Langur botnlangi. Um 30 ctm. langur botnlangi var tekinn nýlega úr manni í Bandaríkjunum. — Það má segja, aö þeir hafa „the biggest of everything". (6. nóv.). Hoffmannsdropar eru nú mjög notaðir í Bandarikjunum í vínleysinu. Iíeilbrigöisstjórnin tekur hart á ]jví, að láta mann fá þá. Óálitlegar tillögur. Prof. Binding (lögfr.) og próf. Hoche (læknir), hafa ritaö bók ])ess efnis, aö leyfa að taka ólæknandi menn og geðveika (ólækn.)i af dögum. Þá hafa jafnaðarmenn flutt frv. í þýska þinginu jjess efnis, að konum sé frjálst aö leysa sér höfn. Auðvitað mæta Jæssar tillögur áköfum mótmælum. (6. nóv.). Bannlög í Belgíu? Eftir ófriöinn voru samþykt lög, sem banna smásölu á áfengi. Nú stendur til að gera áfengissölu aö ríkiseinokun og takmarka hana sem mest. Meðal annara hefir félag lækna gengist fyrir þessu máli. Inflúensa smitar ekki lengur en 3 daga frá því sjúkl. sýkist, segir Mar- anon yfirlæknir við farsóttarspítalann í Madrid. Hann gerir lítiö úr J>ví aö inflúensulungnabólga smiti, sá þess ekki vott á spítalanum, J)ó slíkir sjúklingar lægju innan um aöra. Hann telur og, aö kíghósti smiti lítið nema í stad. catarrhale. (13. nóv.). Kvef. Fyrirspurn var beint til J. of A. Ass. um, hvort bólusetning kæmi aö liði gegn almennu kvefi. Svariö1 var neitandi, sagt, að um mjög margar tegundir sóttkveikja væri að ræða, og aö polyvalent bóluefni hefði reynst gagnslaust. Annars tekur blaðiö skýrt fram, aö kvef sé smitandi og gangi sem faraldur. (13. nóv.). Nýmóðins castratio. Giuliani (ítalskur) hefir lítiö fyrir því aö gelda fanta eða aðra, sem þaö eiga skilið. Hann dælir eistnamauki inn í geitur og blóðiö' fær þá þann eiginlegleika (cytolysis), aö eyðileggjá eistnafrum- ur. Serum geitnanna eyöir á skömmum tíma allri þekjunni í eistnagöng- unum, án þess aö dýriö sýkist verulega. (20. nóv.). Áhrif áfengis. Stockard fann viö mjög vandlegar tilraunir, aö langvinn áfengisáhrif geröu marsvín ófrjó, og stóö á sama þó annað dýrið (karl- eöa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.