Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1921, Qupperneq 5

Læknablaðið - 01.04.1921, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 5i Stundum er þaö grunsamlegt, hjá þessum sjúkl., ef hægöir, sem jafnan voru mjög tregar, fara upp úr þurru aö verða mjög eölilegar, o. s. frv. En jafnan ber þó að minnast þess, aö c. v. getur aö öllu leíyti hagaö sér eins og t. d. ulcus typic., svo að það eitt geri c. grunsamlegan, — að einkenni hafa ekki staðið í nema 2—5 ár, og byrjað á fullorðins- árum. Hins vegar getur ulcus að öllu leyti likst svo cancer typic., að ekkert getur úr því skoriö nema gangur veikinnar eða histologisk rann- sókn á tumor. E i n k e n n i n f r á ö ð r u m 1 í f ií. æ r u m eru, eins og þegar hefir verið tekið fram, þýðingarminni með tilliti til diagnosis præcox, en ein- kennin frá meltingarfærunum sjálfum, enda er enginn vafi á því, að ein- kenni frá þeim eru sjaldnar algerlega lat;ent, en alment er álitiö, — og verður það aldrei of vel brýnt fyrir lækninum, hve áriðandi það er að grenslast nákvæmlega eftir þeim, þegar sjúkl. koma með almennar umkvartanir, eins og magnleysi, þreytu i fótum, kulvísi, svima, megrun, eða önnur blóöleysis- eða intoxications-einkenni. Minni praktiska þýðingu hafa oft önnur einstök subj. eða obj. einkenni frá öðrum líffærum, t. d. neuralgiæ (í v. öxl, handlegg), eða einkenni vegna metastasis í lifur, kirtla, lungu, ovarium, hrygg, húð, heila, eða vegna ascitis, gulu, anæmia gravis, oedema, anasarca, óreglulegs liita o. s. frv., án einkenna frá meltingarfærunum, og sem því oft leiða læknirinn afvega, ekki síst ef yngri sjúkl. eiga í hlut. Alment er þaö talið einkennandi viö þennan sjúkd., aö hann smáversnar. og eins það, hve einkennin eru þrálát og viðvarandi, ekki sist magaein- kennin. Og er það einnig venjan. En þó er ekki óalgengt, að sjá þessutn sjúkl. stórbatna um hríð, bæði af meðulum og matarhæfi, — eöa af sjálfu sér, t. d. við þaö, aö þrengsli í cardia eöa viö pylorus batnar viö ulceratio tumoris, o. s. frv., og allir þekkja hinar undraveröu afleiðingar, sem sálarleg áhrif geta stundum haft á sjúkdóminn eða réttara sagt sjúk- lingana (geöshræringar — laparat. explorativa o. s. frv.). — Þeir geta þá fitnað og braggast og orðið sem alheilir um hriö, jafnvel þótt þeir áöur hafi, að þvi er virtist, verið langt leiddir. Ef grunur er um c. v., má því ekki draga radical lækningu á langinn, með því að prófa ýms meðul og matarhæfi eða bíða eftir greinilegum' einkennum. (Framh.). Halldór Hansen. Læknavandkvæðin í Reykjavík. Læknavarðstöð ? Læknafjöldi í Rvík. Hvorki læknir né leikmaöur dvelur lengi svo í Rvík að hann ekki verði þess áskynja, að erfitt sé að ná tali þeirra lækna, sem þar búa, og að meira sé talað um lækna v a n d r æ ð i meðal manna þar á staðnum, heldur en um læknafjöldann í Reykjavík er talað u t a n Reykjavíkur. Hverju sætir. Spyrji hann einhvern Rvíkurbúa hverju það sæti, aö svo erfitt gangi að ná í lækni, þegar kanske lif liggur viö, er svariö

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.