Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
59
því leyti, sem sú smitun kynni aö vera til varnar fremur en hitt. Á þaö,
að menn geti smitast á fulloröins aldri, benda og eindregið þau dæmi, er
S. M. nefnir á bls. 5 í ritgerð sinni, um sýkingarhátt á áöur ósýktum
héruðum og löndum. Hann og aðrir er halda fram auto-infectio, virðast
að visu ætla, að þarna hafi infectio utan að getað smitað fullorðna, af
')ví að þeir höfðu ekki smitast á barnsaldri, smitaðir á barnsaldri séu ætíð,
eða nærri ætíð, ónæihir fyrir re-infection, en getur það ekki eins vel átt
sér stað, að ónænii það, er fyrri infection veitir, sé að eins „relativt“, svo
að menn þrátt fyrir það geti, og geri margoft, að smitast utan að, ef ann-
aðhvort er um magnaða smitun að ræða eða stundar-veiklun sania lik-
amans ?
Aðalatriðið eru börnin, segir S. M. Má vera, en þeir fullorðnu eru líka
„stórt atriði“. Þvi að um þá er eitt af tvennu: Annaðhvort er SÚ
smitun, er sjálfri berkla v e i k i n n i veldur oftar re-infection en S. M.
og flestir berklalæknar ætla nú, og þá er auðsætt að menn þurfa verndar
gegn henni á fullorðinsárum líka. E ð a berklasmitun á barnsaldrinum
veitir svo mikið ónæmi, að um re-infection sé varla að tala, en á hinn
bóginn verði þeir, sem komast hjá smitun á barnsaldrinum jafn-næmir
eða nærri þvi jafn-næmir fyrir berklav. og börn (sbr. bls. 5 í ritg. S.
M.). Setjum nú, að berklavarnirnar tækjust svo vel, að unt yrði, að verja
alla smitun á barnsaldri. Eg sé ekki betur, en að eftir þessari kenningu
yrði þá fullorðna fólkið jafn-illa sett og börnin eru nú, ef það yrði nokkurn
tíma fyrir berklasmitun, en fyrir það yrði ekki girt meðan berklav. væri
við lýði, segjum í nágrannalöndunum. Aðalatriðið, ef staðið er á grund-
velli kenningarinnar um ,,absolut“ (eða nærri ,,absolut“) ónæmi eftir
barnsaldurssmitun, skilst mér að mundi verða, ekki að verja börnin smit-
un, heldur að sjá um að smita þau ö 11, en ,,dósera“ smitunina rétt,
svo vist væri að hún veitti annars vegar nægilegt ónæmi, hins vegar gæti
ekki valdið auto-infection síðar. En þetta er líklega þrautin þyngri, og
virðist þó hafa tekist á dýrum (sbr. bls. 4 í ritgj. S. M., og ef til vill.
berklabólusetning Calmettes á nautgripum).
V.
Nefndin telur vist, að langflestir smitist í heimahúsum, og leggur því
aðal-áhersluna á heimilisvarnirnar. Sjálfsagt er rétt að leggja mikla á-
herslu á þær, en af því, sem ritað er hér á undan (III. kafla sérstaklega),
er ljóst, að eg tel ekki sýnt, að smitun af heimamönnum sé svo miklú al-
gengari en smitun utan heimilis og af utanheimilismönnum, sem nefndin
ætlar. Menn hafa lengi vitað, að berklav. tekur fleiri og er skæðari í
sumum ættum en öðrum. Þetta var um eitt skeið talin sönnun þess, að
berklav. væri ættgeng. „Statistikin“ er til margra hluta nytsamleg. Nú
telja flestir það sýna smitunarferil veikinnar. Auðvitað dettur engum í
hug að neita, að mikið sé til í þvi, en hitt kernur líka vafalaust til greina,
að í sumum ættum er móttækileikinn fyrir veikinni meiri en í öðrum, og
meðfram þess vegna veikjast fleiri í einni ætt en annari. Og í landi, þar
sem fjöldi fólks hrækir hvar sem stendur, hóstar varúðarlaust hvar sem
stendur, kyssir hvern sem vera skal, án alls manngreinarálits og tillits
til heilsufarsins, og er að sífeldu rápi hvort á annars heimili, að ógleymd-