Læknablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ
61
Journ. of Amer. Med. Ass.:
Áfengisbann og amerísk skip. Nýlega hefir verið ákveSiö, aö öll
ákvæöi bannlaganna hafi fult gildi á amerískum skipum, hvar sem 'pau
fara. — (18. des.).
Syphilis. Brown og Pierce (Rochefeller Inst.) hafa fundi® á dýrum, að
sýklarnir brjótast út í eitlana innan 48 klst. eftir smitun og út í blóSifS
áöur en nokkurt frumsæri kemur í ljós. Þó smitunarstaöurinn, meö riflegot
svæöi umhverfis, sé skorinn burtu innan 48 klst., þá heldur sjúkdómurinn
áfrarn. Michel & Goodman hafa reynt aö gefa 30 X 30 ctgrm) af salvarsan
(prophylaktiskt) mönnum, sem víst mátti telja að heföu smitast af syph.
Enginn þeirra sýktist. Alls var þetta reynt á 30 mönnum. Lyfiö var gefið
skömmu eftir smitun.
Berklaveiki í nautgripum. Á fundi 13. des. í Lf. Rvk., skýrði Magnús
Einarson dýralæknir frá þvi, að hann heföi nú athugað alls 9000 naut-
gripaskrokka hér í Rvk. Aö eins einn heföi ekki veriö grunlaus, hinir allir
lausir við berkla. Á Austurlandi rannsakaöi hann fyrir nokkrum árum ca.
300 kýr meö tuberculini. 3% reyndust grunsamar, en aögætandi er, aö
sullaveiki o. fl. getur haft áhrif. Þó var þaö eftirtektarvert, aö kýr þess-
ar voru á berklaveikisheimilum. Sunnanlands hefir hann rannsakaö 100
kýr. Engin þeirra reyndist sjúk. Hann taldi liklegt, að berklav. væri hér
engin eöa lítil i nautgripum, og aö þeir smituðust alls ekki af
mönnum (Koch). Kúnurn yröi fyrst hætta búin ef útlendar kýr yröu
fluttar inn.
Serumlækning við mislinga. Torres & Pacheco hafa getað smitað mar-
svin með því að dæla blóði úr mislingasjúkl., (stad. incub. & e’ruptionis)
inn i þau. Á sama hátt mátti sýkja hvert dýrið af öðru. Þá reyndu þeir
að dæla blóðvatni úr sjúkl. í afturbata inn í börn, sem uröu fyrir, mislinga-
smitun. Flest sýktust ekki, en eitt lítilfjörlega. — (11. des.).
Læknafélagið í Andalúsiu á Spáni hefir þau lög, aö hver félagi gefur
stjórninni, er hann gengur i félagið, ávísun upp á 5000 peseta. Félagiö
h.efir rétt til aö hefja fje þetta orðalaust ef læknirinn brýtur lög þeás döa
gerir sig sekan í ókollegial athæfi. — Þar í Andalúsíu sýnast menn óvenju
skuldseigir. því borgir svíkja oft lækna sina um umsamin laun og svara
læknar því allajafna með verkföllum og' hrekkur þó litt til!
Stúdentar og berklav. Á ítaliu deyja miklu fleiri stúdentar úr t. b. en
úr nokkurri annari stétt. Nál. 47% dáinna stúdenta deyja úr t. b. Prent-
arar koma næst 31%. Aðrar stéttir komast ekki nálægt þessu. — Hvernig
eru námsmenn vorir settir aö þessu leyti ? — (1. jan.).
Rottur. N. Y. er í þann veginn aö lögleiöa aö öll hús nálægt höfninni
skuli vera „ratproof“. 6'milj. rotta hafast þar viö í borginni, og hver
rotta eí talin aö skemma fyrir 6 doll. á ári! (1. jan.). Veggir,doft oggólf
skulu vera úr steypu eða steini, með engu afdrepi fyrir rottur, vírnet fyr-
ir öllum gluggum og auðvelt að fylla hvern kima meö blásýru.
Rottulepra er sjúkd. á rottum, sem Stefansky lýsti 1903, og ;síöan hefir
verið rannsakaöur af Wherry og Mac Coy. Serumrannsóknir hafa sýnt eða
gert það sennilegt, að um sama sjúkdóm sé að ræða. — (1. jan.).
Gamlar mannmælingar. Mér er sagt, að fyrir rúmum 80 árum hafi klerk-
ur lifað á Úthéraöi eystra, sem fann upp á því aö taka mál af öllum mönn-