Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐIÐ 162 2) Ulcera callosa (penetr.) duodeni s. corporis venti.c., þótt engin eöa lítil tæmingarhindrun sé, ef sjúkl. hafa þjáðst af þeim mjög lengi og þau hafa ekki .læknast eða tekið sig upp eftir cndurtekna lyflækningu (legu) — eða hætta stafar af þeim vegna blæðinga, perforat., eður degenerat. cancerosa, og likindi eru til þess að skurðlækning komi að haldi. 3) Ulc. callosa, sem að visu kynnu að læknast medic., eða lítil hætta staf- aði af, ef þau hindra sjúkl. algert i daglegum störfum hans (indicatio social.). Contraindicatio operat. er að jafnaði sjúkd. eins og alvar- legur hjarta- eða nýrna-sjúkdómur, tuherc. pulmon., sykursýki, há elli eða mikil veiklun. Það fer þó mikið eftir því, hvort auðvelt er að gera við sjúkd. í anesthæsi locah, eða með tiltölulega auðveldri operat. (G.—E.). L y f 1 æ k n i n g i n er, eins og vér viturn, fólgin í þessu þrennu : Legu, sérstöku matarræði og notkun lyfja. Legan verður að vera mismunandi löng, eftir því, hve vel gengur með lækninguna, en ekki er vert að láta sjúkl. liggjá mjög lengi, meira er um vert, að leggja áherslu á það, að þeir gæti allrar varfærni i mat og drykk 0g sérstaklega í áreynslu, rnisser- um eða árum saman, á eftir. Ráðleggja þarf þeim að leggjast þegar aftur í nokkra daga og hálfsvelta, ef nokkuð ber út af tneð heilsuna. Matar- ræðið við magasárið er oss öllum kunnugt, en ekki er þó i rauninni unt að fylgja neinni ákveðinni aðferð eða reglum í því efni. Þó má eflaust fullyrða, að best er yfir höfuð að gefa sjúkl. fljótandi eða hálff 1 jótandi fæðu í fyrstu 7—14 dagana, og láta þá nærast oft, en lítið í einu, og ef til vill einnig á nóttunni. Getur það bæði verið mjólk, eggjamjólk, rjóma- mjólk, hafraseyði eöa byggseyði eða seyði og mjólk (egg) saman, sagó- vellingar, mjölvellingar o. s. frv. Því næst má bæta viö ýmsum grautum, soðnum tvíbökum, linsoðnum eggjum, fíngerðum fiski eða kjöti með bræddu smjöri, meiru grænmeti í mauki o. s. frv., en síðast brauðmat. L y f i n, sem notuð eru við magasárslækningum, eru, eins og vér vit- um, bæði mörg og margvísleg. En þeim er aðallega ætlað það tvent, að þekja sárið eða hlífa því, og að eyða sýrunum. Auk þess nota menn nú lyf til þess að leysa spasm. pylori og kvalastillandi lyf, blóðstöðvandi lyf o. s. frv. Lyfin, sem þekja eiga sárið, eru tekin á undan mat. Það eru óuppleysan- leg sölt, eins og wismut, barium, neutralon (aluminium silicat) o. s. frv. En lyfin, sem eyða eiga sýrunum, eru ýms alþekt alkalia evt. með ad- juv., eins og extr. hyoscyami eða belladonna. Þau ber að taka inn nokkru eftir mat, helst oft, og minna i einu. Atropinupplausn er nú rnikið notuð í sama augnamiði, bæði per os cg subcut. í stórum skömtum, einkum við u. d. Af krampaeyðandi meðölum þekkja menn í raun og veru að eins eitt og það er papaverin. P. hydrochl. er gefið í dufti eða upplausn, c. lA ctgrm. í einu: bað er um leið kvalastillandi os. mikið be{ra en mo.rnhir1 eða önnur opiumderivöt, er öll eru krampavekjandi. Nú má sameina verkun allra þessara lyfja, ef með þarf, setja í þau hægðameðöl (sulfas, natricus o. fl.) o. s. frv. En betra er þó, að bæta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.