Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 167 irnar, og því ekki freniur ástæður til aft taka hennar skoðanir til greina í heilbrigðismálum. Annars stend eg engan veginn ein'n uppi meö þá skoðun, aö hægt sé aö verjast infl., og aö það beri aö gera. Erlendis eru skiftar skoöanir um þetta mál meöal lækná. í aprílbl. Lbl. 1920 segir St. J. um inflúensu- varr.ir þá: Borgarness-, Strandasýslu- og allir noröan- og flestir austan- læknar óskuöu aö verjast.“ Allir þessir islensku læknar hafa þá veriö þeirra skoöunar, aö hægt væri aö verjast infl., og þaö l)æri aö gera. Eg fyrir mitt leyti tel þaö skyldu héraöslækna, aö verja héraösbúa sína fyrir öllum næmum sjúkdómum af fremsta megni. Og þótt þaö hafi eitt sinn verið látiö ógert, þá bætir þaö ekkert úr skák, að halda áfram aö láta j>að ógert. Slíkt er vanalega kallaÖ aö l>æta gráu ofan á svart. Ó. Th. Um launamál lækna. í 3 ár hefi eg veriö aö vonast eftir, aö einhver læknir hreyföi aöfinsl- um viö stefnu ]>á, er Læknafélag Islands og Alþingi tóku i launamáli héraðslækna áriö 1918. Eg get ekki lengur á mér setið aö gera það, úr því aö enginn annar virðist ætla að veröa til þess, og vona eg, að eldri collegar virði mér á betra veg, þótt þeim finnist eg helst til stóroröur, því mál þetta skiftir mig meira en flesta aöra. Sem kunnugt er, trássaðist Alþingi i lengstu lög viö aö uppfylla sann- gjarnar kröfur héraðslækna um hækkun á gjaldskránni, en fann í þess staö upp þaö snjallræði, er alt horfði til vandræöa, aö veita dýrtiöar- uppbót af praxis, og viöurkendi með því, aö gjaldskráin væri oröin of lág. Hvað lá ]>á beinna viö fyrir Læknafélagiö, en aö halda sinni fyrri stefnu áfram og fá gjaldskrána hækkaöa í hlutfalli við verðfall peninga, eins og gert hefir vist veriö í öllum nágrannalöndum ? í þess stað lýsir Lækna- þingið því yfir áriö eftir, aö það væri fúst á, aö láta taxtann haldast óbreyttan, en kúgaði Alþingi til aö hækka föst laun héraöslækna úr hófi fram, miöaö viö laun annara embættismanna. Nú undanfariö hafa hér- aðslæknar i sumum héruöum eins há föst laun og landlæknirinn eða prófessorarnir við háskólann, auk þess sem þeir hafa flestir aukatekjur af praxis, lyfjabúð og kjötstimplun. Sá háskólakennari, sem vill eingöngu gefa sig aö visindalegri starfsemi og er sér því ekki úti um praxis, hlýtur þvi aö hafa lakari kjör heldur en héraöslæknar, jafnvel í vesælustu hér- uöum landsins, laun, sem nýbakaðir kandidatar varla vildu líta viö. Þannig er nú hlúö aö Háskóla íslands og visindalegum áhuga kennaranna þar. En hvernig er þá hlúö að áhuga héraðslækna fyrir starfi sínu? Með því aö borga þeim því nær lifvænleg laun fyrir það aö heita héraðslæknir og gefa lögskipaðar skýrslur, en því nær ekkert fyrir aö stunda lækn- ingar, og þaö skyldi maður þó ætla, aö ætti aö vera þeirra aöalstarf. Á þvi herrans ári 19x9 var aö tilhlutun Læknafélags fs- 1 a n d s ákveðið, aö héraðslæknir skyldi hafa eins og áöur tíökaðist 30 aura í kaup á klst. aö degi til, ett 50 aura aö næturlagi. og fyrir öll

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.