Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 10
i68 LÆKNABLAÐIÐ læknisstörf 5—10 falt lægra en títikaöist með nágrannaþjóöunum. Hví- líkur sómi fyrir þjóöina og stéttina í augum erlendra manna, sem hljóta aö meta þekkingu okkar og starf nokkuö eftir því, hvaö viö metum þaö sjálfir í auratali. Þaö er hætta á því, aö margir læknar bíði tjón á sálu sinni við þaö, aö hafa há, föst laun, en illa borguö aukaverk. Það verður einhverntíma barátta milli holdsins og andans, ef ])eir eiga aö fara í mörg ferðalög fyrir 30 aura um klst. Það er þá freisting að láta sér nægja meö aÖ láta úti Iyf eftir sjúkdómslýsingu einni, ef hægt er að komast hjá ferö, eins og áður fyr, þegar héruöin náöu yfir hálfan landsfjóröung. ,,Og því er nú andskotans ver. að læknarnir eru bara menn,“ eins og landlæknirinn sagöi í þingræöu hér á árunum. Það er lika freisting fyrir þá aö halda i embætti sitt sem lengst, jafnvel eftir aö þeir eru orðnir ófærir til að gegna því fyrir elli sakir eöa lasleika. Ef taxtinn væri hærri og föstu launin lægri, fengju bæði holdiö og andinn sitt og mættu hvorttveggi vel við una. Læknafélagiö hefir tekið upp þá stefnu, aö gera öll héruðin sem jöfn- ust aö tekjum, svo að eftir engu væri að sækjast öðru fremur fyrir þá menn, sem aö einhverju leyti sköruðu fram úr. En hvaöa ástæöa er þá til aö vera með sífeld illindi viö landlækni út af t. d. veitingunni á ísa- firði, — þótt þaö hérað fengi ungur maöur og áhugasamur, sem vill hafa nóg að starfa. Ef á þeim grundvelli er reist, sem Læknaþingið 1919 lagöi, er mikið betra fyrir eldri menn, sem farnir eru að þreytast, aö vera í fámennari héruöunum, sem gefa eins háar tekjur fyrir minna starf. Mér finst, að allir hefðu mátt vel við una, heföi gamla fyrirkomu- laginu verið haldiö, föstu launin höfö tiltölulega lág — þau heföi þurft aö hækka í lökustu héruðunum — en taxtinn hækkaöur í hlutfalli viö aöra kauphækkun í landinu. Lökustu héruöin heföi líka mátt bæta upp með þvi, að gefa ársfri meö fullum launum til framhaldsmentunar áður en ,.avancement“ ætti sér stað. Þaö heföi kostað laun eins kandidats, sem vikarieraöi í héruðunum á víxl, og þaö hefði komið í veg fvrir, að menn þyrftu aö' „forpokast" í lökustu héruðunum, sem annars er ósköp eðli- legt og mannlegt fyrirbrigði. Þetta fyrirkomulag heföi ýtt undir dugnaö og framtakssemi lækna í stað þess aö þaö núgildandi fyrirkomulag. er sem sniöiö til að gera þá aö tnakráðum aktaskrifurum. Þaö hefði veriö hcilbrigðara fyrir læknastéttina og réttlátara gagnvart öllum almenn- ingi. Því það eru ekki líkt því allir, sem geta notiö lága taxtans. Til þess yröi aö bæta við einum 12—15 nýjum cmbættum. Þaö yröi t. d. að hafa 8—10 fastlaunaða lækna í Reykjavik, til þess að Reykvikingar. sem borga. sina skatta og skyldur, ekki síöur en aörir, gætu fengið ódýra læknishjálp samkv. gjaldskrá. Annars er harla lítiö réttlæti í því, að hækka tolla á kaffi, sykri og annari nauösynjavöru, sem fátæklingar nota ekki síður en auðmenn, og verja því fé meðal annars til hækkaðra embættislauna héraðslækna, svo að þeir geti unniö fyrir lágan taxta Nær heföi veriö að hafa taxtann hærri, en lögleiða sjúkrasamlagsskyldu fyrir fátækara fólk, styrkja þau samlög eitthvað af almannafé og veita beim nokkurn afslátt frá taxta. Fólk á líka alveg eins hægt meö að borga 3—5 kr. nú fyrir læknishjálp eins og 1 kr. fyrir 10—12 árurn, svo

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.