Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 16
174 LÆKNABLAÐIÐ tekst þetta oft meö urotropin. Bólusetningu er ekki aö treysta. Cholecystec- tomi getur læknað marga, en ekki alla. Af 3 sjúkl. í Bergen læknuðust 2. í öörum löndum er skýrt frá 15 af 17 sýklaberum. (No. 6—7). Fréttir. Bréfkafli frá Ameríku. Jón Ól. Foss skrifar G. H.: Eg settist aö í þess um litla bæ, straks aö loknu prófi, og verð hér fyrst um sinn. Bærinn er ca. 15 hundruð manns, — laglegur, lítill bær, -— al-enskur nær því, en íslensk bygö er vestan viö mig, ca. 2500 íslendingar þar, — ein besta ísl. bygöin hér, — en Þjóöverjar eru aö austan. Ágæt hveitilönd; — hveiti, rúg, bygg, hafrar, mais, kartöflur, — í allar áttir. Skógur í milli, og sléttir og breiðir akvegir um alt. Alt landiö er mælt þannig niður, að akbrautirnar liggja meö hálfrar mílu bili þvers og langs, — endilangt. Eg kaus enskan l)æ — til að læra málið sem best. — Hér var nýbakaður læknir, er eg kom, en eg veit ekki hve lengi hann veröur. Franskir eru hér, og norskir líka. Eg bjóst ekki við, að eg hefði svo mikið að gera straks, sem raun varð á, og er að aukast. Eg heyri fólk bera meira traust til Evrópulækna hér a 1 m e n t, — þó vitanlega séu til afbragðslæknar hér. Fer alt á bíl Allir bændur eiga hér bíla, sumir 2.’Býst við, aö lifa megi hér góðu lífi Hefi ekki spitala hér i bænum, en spítali er hér i bæ 25 mílur burtu, litill þó (100 rúm), sem norskur er, og hefi eg samning gerðan, um að mega taka þá sjúkl., er eg vil, þangað. Lestin gengur um oft á dag, svo hægt er um vik. — Hefi gert dálítið af operat., og vona að fleiri verði. — Alt eru hér privatspítalar — félög eða einstakra manna. Eg kom til eins læknis nokkuð frá hér, sem átti sjálfur sinn spítala (ca. 30 rúm), Röntgen- stofu, laboratorium og allan útbúnað, sem góðum spitala fylgir — sagðist hafa byrjað 28 ára að praktisera — og verið þá snauður, en er nú eigandi að öllu þessu. Yfirleitt skortir ekki duglega lækna hér fé. Takstar eru engir ákveðnir, en oft verður svipað gjald fyrir sama. verk hjá collegabus Vanal. er ákveðið gjald fyrir hverja rnílu að heiman — 1—1/ dollar, og unnið verk að auki. Fyrir vanalega consultatio 2—5 doll. lYfirleitt er farið mjög eftir efnum og ástæðum manna. — Sumir spítalar í sambandi við háskólana sé eg þó, að hafa sett hámark fyrir skurði þar — 1000 doll. (John Hopkins). Læknar eru hér sóttir við allar fæðingar, því yfirsetu- konur eru sjaldsénar, en hjúkrunark. í hverri sveit. — Eg mun síðar senda heim greinar frá spítölum hér, er eg fer þangað — og kynnist þeim. Líka ætla eg að segja frá ísl. læknum hér. Jón Árnason, héraðsl. í Axarfirði, hefir sest að í Ási í Núpasveit. Hann lætur vel yfir sér þar norðurfrá, þó langar séu ferðirnar. Er 17 tíma reið frá Rit'i á Sléttu að Grimsstöðutn á Fjöllum. Taka lengstu ferðir 4 daga eða þar um bil. Það virðist svo, sem Jón hafi það rétta skap fyrir íslenska lækna: að gleðjast yfir þeim verkahring og verkefnum, sem manni er trúað fyrir, hvort sem hann er stór eða smár. Læknum hefir verið drumbs um Axar-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.