Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 3
7. arg. n. blað. lEiniiiiiiiii Nóvember, 1921. Ulcus ventriculi et duodeni. (Útdrættir úr erindi, er haldiö var í Læknafélagi íslands 1921). M e S f e r S. Eins og þegar hefir veriö minst á, er oft mjög erfitt aö greina rnaga- sáriö frá öðrum sjúkdómum. Og þráfaldlega getur aðgreiningin ekki orðið ábyggilega vísindaleg, heldur að eins bygð á meiri eða minni líkum. Með tilliti til meðferðarinnar er þessi óvissa oft mjög meinleg, þar eð ákveðin meðferð á sári getur verið mjög óheppileg meðferð á öðrum sjúkdómi. Því ber lækninum jafnan að ganga eins langt og unt er, í því, að fá diagnosis exacta, og má í því hvorki spara tíma né fyrirhöfn. Oftast má fljótlega útiloka fjöldann allan af þeim sjúkdómum, er um getur verið að ræða, per exclusionem, þegar rækilega er búið að íhuga öll subj. og obj. skilríki, og stundum leikur þá heldur enginn vafi á því. hver sjúkd. er. En oft vill það verða svo, að erfitt eða ógerlegt er, að greina 1 eða 2 sjúkd. að lokum, frá magasári, og þó verður að ákveða einhverja ákveðna meðferð. 1 þeim tilfellum er nauðsynlegt, að gera sér vel ljóst, hvort viðkom- andi sjúkdómar geti þá ekki að meinalausu læknast í sameiningu. Þannig væri lítill skaði skeður, þótt gastritis acida, colitis eða cholecystitis með magasárseinkennum hlyti magasársmeðferð, ef tillit væri tekið til þess- ara möguleika um leið. Öðru máli er að gegna um t. d. appendicitis chr. og þá einkum um tub. pulmon. í fyrra tilfellinu er sjúkl. gerður óþarfa kostnaður, og í seinna t'ilfellinu sennilega heilsutjón að auki. Með tilliti til handlækninganna er enn ]iá meiri nauðsyn á því, að vera viss í sínni sök. í fvrsta lagi verður að hafa ákveðið útilokað þá sjúkdóma, er ekki verða læknaðir með skurði (gastritis acida, colitis, pancreatit. o. s. frv.), en einkum þá, er hætt er beinlinis við að versna við slíka aðgerð, eins og tub. pulrn. Að minni sök kæmi, þótt ekki væri hægt að aðgreina appen- dicit. chr., cholelithiasis eða cholecystitis, canc. ventric. o. s. frv., ef operat. væri indic. á annað borð. í öðru lagi verður að vera nokkurn vegin fengin vissa fyrir því, að sárið sé áþreifanlegt (callosum), nema ef mikil tæmingarhindrun, perforat. eða blæðing indic. operat., og mætti flokka indicationes operativ. eins og hér segir: 1) Sár, sem valda stenosis pylori eða mikilli tæmingarhindrun (8—10 klst. retentio).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.