Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 173 Þetta getur nú alt verið fróðlegt, en hvað á þá við sjúkdóminn að gera? Heilsusamlegt líf, útivist og gott loft hefir góð áhrif. Þar næst er að útiloka þær fæðutegundir, sem ekki þolast og helst langan tíma, því þá dregur úr viðkvæmninni. Ef dýr valda sjúkd., er að forðast þau. Ef það eru jurtafrjó, getur bólusetning komið að haldi. Að- gerðir á nefkvillum nægja stundum. Psychotherapia er nauðsynleg, ef skapið er svo ilt, að það valdi sjúkd. — í sjálfum köstunum skal gefa adrenalin ca. 6 ctgrm. af 1 : 100. Það þarf að gefast i fyrstu byrjun kasts- ins (injectio subcut.) og sjúkl. á að hafa sjálfur tæki til þess. Sagt, að þetta hrifi vel, ef strax er gert. — Mikið er hér ekki um asthma, en þó má vera, að þessi nýja viska gæti koniið einhverjum að gagni. (28. maí). Einföld sótthreinsun. Á móti heilbrigðisfræðinga í London 6. maí voru sýnd einföld sótthreinsunartæki. Fötin voru hengd neðan i vænan hlemm, sem dreginn var með öllu saman upp i botninn á stórum segldúkspoka. Nú er pokinn- hengdur yfir hentugan vatnsketil, sem vel getur staðið á almennri eldstó og opið á pokanum dregið saman með týgli, utan um ketiltúðuna, sem gengur beint upp. Það reyndist, að hvarvetna hitnuðu fötin á stuttum tíma upp i 100 stig, og nægir það til þess að drepa lús og flest sóttnæmi. — Mætti vera, að þessi einfaldi útbúnaður kæmi að gagni, þar sem ekki eru efni til þess að kaupa sótthreinsunarofn, þó ekki sé hann svo góður sem skyldi. — (28. maí). Krabbamein. Ritstjórnargrein minnir á, hversu cancer fari í vöxt i flestum löndum (England, U. S., Holland, ítalia 0. f 1.), að allar rann- sóknir nútímans hafi ekki fundið neitt nýtt ráð til þess að verjast veik- inni eða lækna hana. Um radium er sagt, að það ,,may do something sometimes", og svipað um Röntgen (venjulegu aðferðirnar). Aftur er öll áherslan lögð á fljóta diagnosis og handlækningu, jafnvel sagt, að þetta tvent sé miklu máttugra gegn cancer en allar nú- tímans lækningar á berklaveiki. Nú sé því að róa að þvi öllum árum, að fá fólk til þess að vitja læknis i tima. Er mikið að ]ivi unnitð í Ameríku. Þar eru meðal annars þær upplýsingar gefnar, að c. sé ekki smitand: sjúkd., og engin hætta að búa í sama húsi og c.sjúkl. Ekki gangi hann heldur að erfðum. (13. ág.). Medicinsk revue. Tyfussýklaberar. E. Murstad (Gades Pathol. institut) ritar rækilega grein um tyfussýklabera. Er þetta helsta niðurstaðan: Smitun frá sýklaberum er hvað algengust, og væri auðið að stöðva hana. myndi sjúkd. nálega hverfa. — Sýklaberunum stafar sjálfum allmikil hætta af sýklunum. Steinar myndast oft í gallblöðrunni og geta valdið öðrum kvillum. Sjálfir geta þeir og smitast aftur af sinum eigin sýklum. —• Auk þess sem sýklarnir halda sig í gallblöðrunni, hafast þeir stund- um við í nýrunum (abscessar o. fl.) 0g pelvis renis, — Tækifærissýkla- berar eru sumir, þ. e. hafa sýkla í saur, er þeir verða fyrir tyfussmitun, en sýkjast þó ekki. Sýklarnir hverfa er smitunartækifæri hætta. — Sýkla- bera skal ætið senda á sjúkrahús til nánari rannsóknar, og þar má þá fyrst reyna að útrýma sýkl. með matarhæfi og lyfjum. Ef þeir eru í þvagi,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.