Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 166 Það, sem eg vildi sérstaklcga leggja áherslu á og endurtaka, svo ab ])að verði ekki misskilið, er það, að það voru h é r a ð s 1 æ k n a r Suð- urfjarðahéraðanna, en ekki sveitastjórnirnar, sem beittust fyrir umrædd- um influensuvörnum og að í því voru þeir allir samtaka. En nú þykir mér undarlega við bregða. Eftir því sem Sæmundi segist frá, þá barst aðalfundi Læknafélags íslands í fundarlok símskeyti frá héraðslækni Georg Georgssyni á Fáskrúðsfirði i umboði austanlækna, ])ar sem kvartaö er undan þessum sóttvarnarráðstöfunum og hvernig til þeirra væri stofnað. Það er skjótt frá að segja, að Georg hefir ekkert umboð haft frá mér, hvorki skriflegt né munnlegt, til að senda þannig lagað skeyti, og mér er kunnugt um, að hann hefir heldur ekki haft það frá héraðslækni Hornfirðinga (H. E.). Um aðra lækna er mér ókunnugt; eg hefi ekki getað borið ])etta undir þá vegna simslita, sem nú eru á milli okkar. En að fleiru en þessu er skeyti þetta furðulegt. Georg collega er í því að kvarta undan sóttvarnarráðstöfunum, sem hann sjálfur hefir beitst fyrir að gerðar væru. Eftir skeytinu að dæma lítur helst út fyrir, að hann hafi látið kúgast af sveitastjórnum í héraði sínu til að setja sóttvarnir. En það ætti hverjum manni að vera sjálfrátt, að láta ekki kúgast til þeirra hluta, er hann telur hégóma einan og heimsku. Um árangur þessara sóttvarna er það að segja, að þeim mun það að þakka, að Reyðarfjarðar-, Berufjarðar- og Hornafjarðarhéruð sluppu al- gerlega við influensuna í þetta sinn. Ber eg fyrir mitt leyti engan kinn- roða fyrir aðgerðir mínar i þessu efni, en þykist maður að meiri fyrir ])ær, ekki síst þar eð stéttarbræður mínir í nágrannahéruðunum, ])ar sem veikin kom, segja að hún hafi verið allþung, nema á Seyðisfirði. Það er mín sannfæring, að það sé vel vinnandi vegur að verjast infl. og að það sé satt, sem Sæm. segir að sagt hafi verið 1919, að „það sé óverjandi að hleypa svona farsótt í landshluta að fólkinu nauðugu.“ Við stöndum nú orðið, eftir undanfarinna ára reynslu, allvel að vígi í bessu efni. Við þekkjum undirbúningstíma veikinnar (2—5 sólarhr.) ; ])að má telja víst, að hún smitar mestmegnis við snertingu. að hún berst ekki með dauðum hlutum, að sjúkl. smita ekki fyr en rétt áður en þeir leggjast (sama sólarhr.) og að þeir eru hættulausir 5 sólarhringum eftir að hitinn er farinn úr þeirn. Það er a. m. k. ekki meiri vandi að verjast infl. en mislingum, og það þótti nú ekki mikill vandi hérna á árunum — svo langt man eg. Annars er það óskiljanlegt kapp, sem sumir læknar í Rvik (Sæmundur, Guðm. Hannesson o. fl.) virðast leggja á það, að telja mönnum trú um, að ekki sé unt að verjast influensu og sumum öðrum næmum sjúkdómum og best að láta þá leika lausum hala. Ef sóttvarnir gegn influensu eru framkvæmanlegar, eins og reynslan sýnir að þær geta verið, má þá ekki læknum í Rvík standa á sama þótt þær séu framkvæmdar? Sæm. segir að það sé bersýnilegt, að stjórnin hafi ekki álitið, að ástæða væri til þess- ara varna, úr því hún neitar að greiða kostnaðinn úr landssjóði. Þetta er engin sönnun þess, að sóttvarnirnar séu óframkvæmanlegar eða ástæðu- lausar. Fyrst og fremst er stjórnin að sýna viðleitni við að spara eyrir- inn. og í öðru lagi er ríkisstjórn vor engu læknisfróðari en sveitastjórn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.