Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 6
164 LÆKNABLAÐIÐ um meöferð barnanna hér í ýmsum landshlutum. Skýrslur yfirsetukvenna eru bæöi misjafnar og ónákvæmar, svo veruleg þekking fæst ekki um þetta nema meö sérstakri rannsókn. Nefndin hugsar sér framkvæmd þessa þannig, aö læknar útbýta eyöublööum til yfirsetukvenna í héraöinu og biöja þær að útfylla þau svo samviskusamlega sem auðið er. Konurnar senda síöan héraðslæknum eyðublööin útfylt, eftir 2 ár í síðasta lagi Læknar athuga þau og bæta því við, sem þeir kynnu betur að vita, og senda blöðin siðan til nefndarinnar. Hún vinnur síðan úr þeim, og ritar um málið, bæði í Lbl. og erlendu vísindariti. Eyðublöðin hafa nýlega verið send öllum héraðslæknum i pósti. Þeir eru lieðnir að varðveita þau vandlega, því upplagið er, því sem næst, þrotið. í eftirfarandi grein gerir Gunnl. Claessen góða grein fyrir rannsókninni á geitum. Nefndin er þess fullviss, að læknar taki vel og drengilega í þetta mál. Ef þessi litla byrjun tekst vel, mun það sannast, að hún verður mjór vísir til margháttaðrar og gagnlegrar vísindastarfsemi í vorri grein. G. H. Samrannsóknir íslenskra lækna. Eitt af þeim verkefnum, sem Samrannsóknanefndin hefir valið, er að s a f n a s k ý r s 1 u m u m s j ú k 1 i n g a m e ð g'e i t u r hér á landi, og má gera ráð fyrir, að ítarleg rannsókn á þessu efni geti farið fram á fáum mánuðum. Læknum, sem dvalið hafa í sama héraði í mörg ár, er kunnugt um flesta sjúklinga með þenna sjúkdóm, en þeir, sem ókunnugir eru, geta væntanlega notið aðstoðar ábyggilegs trúnaðarmanns í hverri sveit, þar eð flestum sveitungum mun kunnugt um sjúklingana, neilia sjúkdómurinn sé í byrjun. Má vel vera, að best væri, fyrir alla héraðs- lækna, að kveðja sér aðstoðarmann í hverjum hreppi, til þess að sjúk- lingar síður leynist eða gleymist. Þetta atriði leggur nefndin á vald lækn- unum, svo og hvort þeim virðist heppilegt, að auglýsa eftir sjúklingunum. Hafi læknir fregn af geitna-sjúklingi, er þess vænst, að hann vitji hans á ferðr.m sínum, ef slíkt er ekki mjög úr leið, til þess að staðfesta diag- nosis, eða stefni sjúklingnum til sín; en við greining sjúkdómsins mun aðallega koma til greina trichophytia, psoriasis og impetigo. Sé ldinisk diagnosis vafasöm, er þess óskað, að hár og hrúður sé sent nefndinni til smásjárskoðunar, svo framarlega sem læknirinn gerir ekki slíka skoð - un sjálfur. Tilgangur rannsóknarinnar er, að finna alla geitna-sjúka á íslandi, og gera síðar ráðstafanir til þess að lækna þá, m. ö. orðum a ð ú t r ý m a f a v u s h é r á 1 a n d i. Óhætt má gera ráð fyrir, að talsvert sé til af þessum sjúklingum, ef læknarnir leita vel; t. d. má nefna, að síðan farið var að nota Röntgen-lækning við geitum i Reykjavík, hafa á ári hverju 6—7 sjúklingar úr öllum landsfjóröungum leitað sér þar lækninga. Þótt geitur valdi ekki likamlegum sársauka, má telja sjúkdóm þenna mikla ógæfu. Geitna-sjúkir geta ekki haft óþvingaðan umgang við annað fólk, og mæta jafnan litilsvirðing nágranna sinna. Því er og haldið fram

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.