Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 171 MaSur meö tuberc. incip. og barn meö misl. — í obstetrik munn- legt: Tumorar í uterus. — Þetta tók 1 klst. hver. Þá voru rannsóknir á þvagi. kemisk og mikroscop. og í bacteriol. þekkja bacteria — voru settar fyrir mann mikroscop meS præparötum í.“ Klögumálin ganga á víxl. Héraöslæknar kvarta oft sáran undan því í skýrslum sínum aö þeim sé ómögulegt aS innheimta skýrslur um fólks- tölu o. fl. hjá prestunum. Hagstofan segir aftur, aö best sé vi'ð presta aö eiga, en v e r s t v i ö 1 æ k n a. Þessi vitnisburður getur þó ekki ver- iö nema hálfur sannleikur. Þaö skiftir auösjáanl. í tvö horn meö skýrslu- gerö lækna. Sumir eru miklir skýrslumenn og afgreiða alt bæði fljótt og vel. Um nokkra má segja hiö gagnstæöa, og þaö hljóta að vera þeir einir, sem Hagstofan strandar á. Skuldir lækna hafa aö vísu forgangsrétt, og þó að eins ef |iær eru ekki eldri en e i n s á r s, fyrir ýmsum öörum skuldum, en lögtaksréttur fylgir þeirn ekki. Ef þær veröa ekki innheimtar á annan hátt, veröur aö stefna þeim, sem skuldar eftir venjulegum hætti. Sjaldnast mun þa'ö liorga sig fyrir lækna að innheimta skuldir á þennan hátt. Er óvinsælt og kostnaðarsamt. Ráöiö er, aö lána svo lítið sem mögulegt er, vera hirðu- samur með alla reikningsfærslu og senda reikninga út ekki seinna en á hverjum ársfjóröungi. Ovariotomi á skrifstofunni. Jón Foss geröi eitt sinn ovariotomi á 67 ára konu. seni fengiö hafði torsio á cystoma ovarii með þeim skyndilegu og alvarlegu einkennum, sem þvx fylgja. Um sjúkrahús og önnur tilfæri var ekki aö gera, svo Jón lét smíöa í snatri borð, sem konan gæti legið á, og gerði laparotomi á skrifstofu sinni. Tumor var á 12 ctmt. svæði vaxinn viö garnir og öllu meira viö magál. Þetta tókst að losa og taka tumor burtu — og alt gekk vel. Dæmi þetta er eitt af mörgum, sem sýnir, aö margt má gera án mikils útbúnaöar, ef nauðsyn krefur. Og hér var þó ekki um alvanan mann aö ræöa, því Jón haföi þá nýlega lokiö prófi. Hefir gleymst aö geta um þetta fyr í Lbl., en fleiri sögur svipaöar gæti eg sagt af sjálfum mér og öörum. — Sjúkrahús meö aðstoð og góöum útbúnaöi er góður hlutur, en ekki conditio sine qua non — ef læknirinn dugir. G. H. Acta chirurgica scandinavica (Vol. 53, fasc. 5) : Hnéliðssár. V. Körte (Berlin) ritar um meðferö hnéliðssára. Byggir hann ummæli sín á 4}/ árs reynslu er hann var stríðslæknir. Yfirleitt virðist lengra hafa liðið frá því að sjúkl. hans særðust, og þar til þeir komust undir læknishendur, heldur en hjá Georges Gross, (sjá Lbl., júni 1921), og af þvi leiðir aftur. að hann talar meira um antiseptik, cn annars komast þeir að mjög likri niðurstöðu um aðal-meöferðina. Körte telur gott, að skola smitaða liði með 3% karbolvatni eða 1%, Vuzin-upplausn. (Vuzin er chinin-derivat, sóttkveikjudrepandi. cn skemmir litið holdið). Góöan árar.gur kveöst hann hafa séð af því, aö tæma liðinn og dæla siðann inn 5 ccm. phenolkamfóru (Payr) eöa 1 ccm. ac. carbolic. conc. (Sattler) og skilja það eftir i liðnum. Smita'ða liði vill hann immobilisera. Stasis meðferö telur hann hafa reynst illa, en Klapps t i e f e n a n t i s ep i s oft komið að liöi. Þá er dælt þunnri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.