Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 165 i sumum læknaritum, að favus-sjúklingar séu jafnatSarlega imbecil. Engin hæfa er i þessu, en annað mál er, að samfara sjúkdómnum er oft psykisk depression, og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Vér teljum líkur til, að geitum megi að mestu leyti útrýma, ef læknar ganga ötullega fram i ]>ví, að leita uppi sjúklingana, ekki síst vegna þess, að skepnu-favus mun Iítill eða enginn vera á íslandi. En verkið verður að vinnast af öll- um læknum á landinu og talsvert menningarspor væri stigið, ef islensku læknastéttinni tækist, að vinna bug á favus-sjúkdómnum. Það eru vinsamleg tilmæli Samrannsóknanefndarinnar, að læknar sendi skriflega skýrslu um alla geitna-sjúka, sem þeir finna, og sé tilfært á skýrslunni: 1. Nafn sjúklingsins. 2. Aldur. 3. Staða. 4. Heimili. 5. Hve lengi sjúkl. hefir haft sjúkdóminn. 6. Efnahagur sjúkl. Skýrslan sendist formanni Samrannsóknanefndarinnar, í Reykjavík, próf. Guðm. Hannessyni, fyrir júnílok 1922. G. H. Hver á að stjórna heilbrigðismálunum. Svo spyr próf. Sæmundur Bjarnhéðinsson. Ekki er nú fróðlega spurt. en nokkur vorkunn er honum, þótt hann spyrji svo, því að satt að segja hafa -ýmsir verið í vafa um það að undanförnu, hverir s t ý r ð i heil- brigðismálum ríkis vors, þótt þeir vissi hverir æ 11 u að gera það. Það sem ýtt hefir Sæmundi á stað með þessa spurningu eru influensu- varnirnar hér á Austfjörðum í sumar er leið. Influensan barst til Seyðis- fjarðar snemma í maímánuði. Brugðu þá allir héraðslæknar Suðurfjarð- anna (þ. e. Norðfjarðar-, Reyðarfjarðar-, Fáskrúðsfjarðar-, Berufjarðar- og Hornafjarðarhéraða) við, þegar í stað, og fengu Suðurfirðina afkró- aða með samgöngubanni. Um það leyti var ágætur afli á Austfjörðum og bændur til sveita liðfáir og önnum kafnir við voryrkju, svo að einsætt var, að hið mesta atvinnutjón myndi af þvi leiða fyrir almenning að fá farsótt inn í héruðin, er legði flest vinnandi fólk í rúmið dögum saman Hitt vorum við ekki svo hræddir við, að infl. mundi verða mönnum yfir- leitt að varanlegu heilsutjóni eða fjörtjóni. En okkur fanst það skylda okkar, að verja fólk farsótt, sem á jafn erfiðum tímum og nú eru, gat valdið afarmiklu fjártjóni. Sóttvarnirnar gengu ágætlega á meðan ekki var við aðra aö eiga en Seyðisfjörð og Fljótsdalshérað. En svo barst veikin inn í Fáskrúðsfjaröar- og Norðfjaröarhéruð með „Sterling“ úr Reykjavík, urn miðjan júnimánuð. Okkur var sem sé með öllu ókunnugt um, að influensa væri i Reykjavik og áttum ])ví hennar ekki von úr þeirri átt. Ugðum því ekki að okkur sem vera skyldi. Það virðist þó hafa legið beint við, að gera okkur aðvart um hana, þar eð kunnugt var, að við héldum uppi sóttvörnum fyrir okkar héruð gegn infl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.