Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1921, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 169 alt skraf um þaS. að ekki megi hækka taxtann fólksins vegna, er ekki annaö en misskiliö og merglaust mannúðarvæl. Þaö munu lika varla margir læknar vera þeir gyöingar, a'Ö þeir lieimti hærri borgun af íá- tæklingum, en þeir eru færir um aö greiða, hvað sem öllum gjaldskrám liður. Okkur, sem praktiserum, þessum kongsins lausamönnum i læknastétt, er geröur svo frekur og stórkostlegur óréttur með þessu fyrirkomulagi. sem nú gildir, að mann hlýtur að reka í rogastans yfir þvi, að það skuli vera runnið undan rifjum Læknafélagsins. Þess ætti þó að mega vænta af þeim félagsskap, að hann vildi hlynna að þörfum læknavisinda og þeirra, er þau stunda, án tillits til hvort þeir eru konunglegir embættis- menn eða ekki. Það er ómögulegt að lifa á praxis einni saman, ef fylgt er gjaldskrá héraðslækna, og ógerlegt að hafa að mun hærri taxta, ef héraðslæknirinn á staðnum, sem ef til vill hefir nóg laun og hlunnindi sér til lífsviðurværis, vill undirbjóða mann. Með því lagi er nær ómögu- !egt að vera praktiserandi læknir, jafnvel ekki í þeim héruðum, sem eru algerlega ofvaxin einum manni. Þetta getur orðið til þess, að ungir menn og framgjarnir, sem nóg sjálfstraust hafa, en girnast ekki þau héruð, sem til boða standa, þótt vellaunuð séu, verði gerðir útlægir af landi burt, og er síst viðbúið, að það verði lökustu mennirnir. Það er óneitanlega fjandi hart eftir 12 ára nám að vera ekki matvinnungur á stað, þar sem nóg .starfsvið er fyrir mann, og verst er, að það skuli vera fyrir tilverknað Læknafélagsins sjálfs. Eigi þykir mér það horfa læknastétt til þrifa, né vera liklegt til að auka „collegialitet" og góða samvinnu, ef einstökum stéttarbræðrum er þannig veitt „monopol" á heiluni landshlutum, eins og nú er með héraðslækna, en aðrir eru gerðir að hornrekum og útlögtmi með þeirn árangri, að skottulæknar og grasakerlingar verða athvarf fólks- ins í þeim héruðum, sem eru of stór eða mannmörg fyrir héraðsl. einan. Það er sorglegt til þess að vita, að þessi breyting á launafyrirkomu- laginu skuli vera aðal afreksverk Læknafélags íslands, því að sú breyt- ing miðar að því, aö gera læknana að verri embættismönnum, og almenn- ing á ýmsum stöðum ver settan með læknishjálp en ella. Vonandi sér félagið svo sóma sinn og hag almennings, að það beiti sér bráðlega fyrir afnámi þessa ,,demoralisationssystems“. sem það sjálft á sök á, og konii hlutfallinu á milli fastra launa og aukatekna í svipað lag og var fyrir 10—12 árum síðan. með viðeigandi hækkun, miðað við verðmæti krón- unnar nú. Kolka. Smágreinar og athugasemdir. Læknapróf í U. S. Eins og fyr hefir verið getið um í Lbl., sendi Jón Ól. Foss prófspurningar sinar. Er hér sýnishorn af þeirn en ekki rúm til að tilfæra þær allar: a. Líffæraf ræði: 1) Lýsið stuttlega os sacrum og os occipitale. — 2) Færið ástæður fyrir því úr líffærafræði, hvers vegna infectionir cru sérstakl. hættulegar á andliti og hársverði. — 3) Lýsið mjaðmarlið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.