Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 4
98 LÆKNABLAÐIÐ 7) Stjórnin hefir leitast við að fcá upplýsingar um lyfjaverö og um- búöa í stærri kaupum, ef ske kynni aö þaö mætti leiða til nokkurrar lækk unar á því háa verði,. sem verið hefir undanfarið. Mikiö varð henni ekki ágengt, en komið gæti til tals að velja nefnd til aö athuga það mál. IV. Reikningar félagsins voru lagðir fram. Hafði Þ. Thor- oddsen endurskoðað þá, og gert nokkrar athugasemdir. Tekjur félagsins voru á árinu 313 kr. 22 au., en gjöld 288.35. Eignir félagsins eru nú 1124 kr 05 au., en við þær má 1)æta 80 kr. af ógreiddunr félagsgjöldum, sein telja má vissa eign. Að ekki var að öllu leyti gengið til fulls frá reikn- ingunum, svo sem endurskoðari henti á, stafaði af fjarveru Guðm. Thor- 'öddsen, gjaldkera, sem hafði lokið reikningunum rétt áður en hann steig á skipsfjöl. Reikningarnir voru samþyktir meö öllum atkv. V. M. Magn ú s geröi grein fyrir starfi nefndarinnar í kynsjúkdóma- málinu og hversu því hefði reitt af á þingi. Sagði sárlitlar hreytingar hefðu verið gerðar á því, og las þær upp. VI. F o r m a ð u r skýrði frá störfum s a m r a n n s ó k n a n e f 11 d a r. Hann gat þess, að hann hefði orðið var við óánægju hjá sumum læknum út af því, að árlega væru valin ný viðfangsefni áður þeim væri lokið, sem menn hefðu með höndum. Las hann upp hréfkafla frá lækni þess efnis. Iíann sagöi ])ó, að sér sýndist, aö mikil fyrirhöfn heföi ekki lagst á lækna til þessa, og að ekki yxi sér í augum eitt litið verkefni á ári. Ann- ars væri læknum flest kunnugt, sem farið het'ði fram í ]>essu máli. Geitna- rannsóknjnni væri lokiö, og fé fengið til framkvæmda. Hefði Gunnl. Claessen gert góða grein fvrir öllu því máli i Lbl. Væri mikil von um, að þetta kæmi að tilætluðum notum, og að veikinni yrði líráðlega útrýmt. Hin verkefnin tvö, meðferð ung1)arna og börn berklaveikra, væru enn ekki svo langt á leið komin, aö tekið væri að vinna úr þeim. Það mundi bíða haustsins. Nefndin hefði ckki vilja-ð gera ákveðnar tillögur um verkefni i þetta sinn, en riokkur verkefni hefði henni komið til hugar, sem velja mætti úr: Hvenær byrjar menstruatio á isl. konum. Mæling á hæð allra skóla- barna, og ef til vill einhver önnur atriði í sambandi við ])að. Tannpina og fæði. Rannsókn á húsakynnum alþýðu. Hann varaði við því, að velja verkefni með atkvæðagreiðslu á fundi. Væri hitt betra, að segja sitt álit um verkefnin eða koma með ný og betri, en láta nefndina um þaö hvert tekið yrði, þegar málið væri nægilega athugað. M. M a g n ú s taldi óhentugt, að stór verkefni væru gefin á ári hverju, og að sum af verkefnum þeim, sem G. H. hefði nefnt, væru allerfið. Stakk hann upp á að rannsaka sterilitet ísl. kvenna. Hér vantaði þær orsakir. sem algengar væru ytra. (1. B j ör n s o 11 kvað samrannsoknirnar eitt hið l>esta mál, seni fél. hefði með höndum, en ])ó litist sér, að rétt væri í þetta sinn að velja ekki nýtt verkefni. fyr en þau væru klöppuð og klár. sem nú væri unn- ið að. Þá skýröi hann frá því, sem hann hefði unnið fyrir geitnamálið. Hafði ritað stjórnarráði um það og taldi nauðsynlegt, að lækningin væri að öllu leyti borguö af rikinu, eins og gert er við holdsveiki. Sjúkling- arnir yfirleitt öreigar. Las hann upp kafla úr bréfi sínu, og hafði hann fariö fram á 5000 kr. á ári. Kvaðst ekki fyllilega svo bjartsýnn sem nefnd-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.