Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 12
io6 LÆKNABLAÐIÐ hvort ár. nú væri þingiö svo fásótt, aö ekki væri vansalaust, en myndi betur sótt, cf sjaldnar væri haldiö. — Till. Stgr. Matth. samþ. meö io atkv. gegn 2 og skyldi næsta læknaþing haldið á Akureyri. M. Magnús flutti stutt erindi um skýrsluform 1 æ k n a, og mælti hann fyrir hönd nefndar, sem kosin liaföi verið af Læknafél. Rvík- ur. (M. Magriús, landl., (i. H.). Sagöi hann frá þ'eim breytingum. s<»m nefndin hefði helst hugsaö sér. en mörg atriði voru þó enn á huldu. Bnr fram þessa till.: „Fundurinn kýs 3ja manna nefnd til þess aö vera i ráöum meö landh um endurbætur á skýrslum lækna, og gengur aö því visu, aö þessum endurbótum verði komið i framkvæmd svo fljótt sem fært þykir. Sökum þess, hve fáir voru á fundi, var málinu vísaö til stjórnar félagsins. í fundarlok voru einir 9 menn á fundi. Fundarbók lesin upp. Fundi slitiö. Guðm. Hannesson. Þ. 9. júll voru landlækni og stjórnarráöi sendar samþyktir og áskor- anir fundarins. Memento. Óvíöa munu geröar jafnlitlar kröfur til framkomu lækna sem á íslandi. Hér á landi er það þolað, aö drykkfeldir menn stundi lækningar og gegni vandasömum embættúm. Alþýöa manna er oröin svo vön Jiessum ósóma, aö hún hefir jafnvel trú á ])vi, að sumir alkohólistarnir séu dugandi lækn- ar. Stundum hefir þó veriö gerö tilraun til þess aö koma þeim úr em- bætti, en strandað á því, aö heilbrigðisstjórn íandsins ekki einasta heldur hlífiskildi yfir læknum sem gerast drykkfeldir í embættinu, heldur og veitir embætti ungum kandidötum, sem eru vitanlegir drykkjumenn. í sumar voru drykkfeldir embættislæknar, sem gegna mikilsvehöum störfum og feröast á kostnaö rikissjóðs, mjög drukknir á strandferöaskipi og mun ekki hafa séö vin á öðrum farþegum, þótt væru þeir margir, Eg hygg ekki, að læknum mundi haldast slíkt uppi neinstaðar á Noröur- löndum. Hvers vegna drekka íslenskir læknar? Eg hvgg, aö sárafáir geri það af óviöráðanlegri ástríöu eftir víni, lieldur af kæruleysi og hugsunar- leysi; ]>eir gera þaö i fullri vissu þess, aö ]>eir sem yfir þá eru settir, hreyfa ekki hár á höföi þeirra. Og þetta er einmitt dauöasynd heilbrigöisstjórn- arinnar; hún á ekki einasta að vernda fólkið gagnvart fylliröftunum; önnur hlið er iika á þessu máli, og hún er sú, að lijálpa læknunum sjálf- um til þess að lenda ekki í drykkjuskapnum. Eg hefi þá trú, aö þaö mundi verða undantekning, aö embættislæknar yröu drykkfeldir, ef heilbrigöis- stjórnin léti sér ekki einasta ant um hvern einstakan lækni, heldur og refsaði þeim hliföarlaust meö frávikning, ef þeir væru drukknir viö embættisverk eða á almannafæri. Gunnl. Claessen.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.