Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ __99 in, hve greiölega tækist útrýmingin, þó telja mætti, aö geitur væru óþrifa- kvilli einn. Las hann upp svolátandi tillögu: „Læknaþingiö skorar á Alþingi að veita fé til þess, aö kosta geitna- lækningar aö öllu leyti.“ Þorgr. Þóröarson skýröi frá sjúkl. í sínu héraði og mælti meö till. landlæknis. ... Magnús Jóhannsson kvað sjúkl. í sínu héraði ekki geta ,-:ost- að sig til lækninga, og sveitarmenn mundu lítt styrkja þá. Þá talaöi hann um erfiðleika við aö safna skýrslum um hin verkefnin. Þ. E d i 1 o n s s o n kvað samrannsóknirnar undir því komnar, aö svör kæmi frá öllum, en misbrestur myndi á því. Mælti með till. landl. Vildi fresta að velja verkefni. S. Halldórsson kvað sér ókunnugt um geitur í Síöuhér. (H. Skúlason sagöi 2 heimili meö geitum, Blómsturvelli og Núp). Við- víkjandi barnarannsóknunum þá myndu slcýrslurnar ekki sem áreiðan- legastar, því ljósmæöur vissu ekki gjörla sjálfar um börnin, en mæöur skýrðu misjafnlega frá. Mintist hann síöar á verkefnin, sem G. H. heföi minst á. G. C 1 a e s s e n sagði það fremur sóma fyrir nefndina, aö hún væri meira stórhuga í rannsóknunum en fundarmenn. Þó gæti hann felt sig viö aö fresta í þetta sinn aö velja nýtt verkefni. Drap hann síðan á önn- ur verkefni, og benti á erfiðleikana á aö rannsaka sterilitet. Mælti með, aö nefndin væri látin velja verkefni, en að fundur afgerði það ekki með atkvæðagreiðslu. Mótmælti því, að geitur væru ætíð óþrifnaðarsjúkd.. en svo hafði landl. sagt. Spuröi landl. hvernig heilbrigðisstjórnin heföi hugsað sér framkvæmdir geitnalækninganna, eftir því sem fjárveitingin lægi fyrir. Landlæknir svaraði. Sagði försætisráðherra nýkominn og heföi hann ekki getað fundiö hann aö máli. Sagöi sitt álit um hagnýting fjár- veitingarinnar, meðal annars hvort borga skyldi feröir. Hafði Magn. Pét. skýrt frá því, að Alþingi hefði ætlast til. að styrkurinn næöi einnig ti! ferðanna. Sagði, aö umsókn þyrfti aö koma frá sjúkl., efnahagsvottorö og ábyrgö fyrir y, kostnaöar. Þá jjyrfti og aö vera víst húsnæöi hér, sem ekki væri auðvelt. Sagði héraðsl. verða aö beita sér fyrir málinu, ýta undir sjúkl. og koma þeim á framfæri. M. Pétursson kvað þaö rétt skilið, aö styrkur næði ti! alls kostn- aðar. Þó menn heföu talið y næga hvöt, til að koma sjúkl. á framfæri. Sagði að efnahagsvottorð myndi óþarft, þvi i raun réttri væru sjúkl. allir fátækir. Ábyrgð fyrir y sæju sjúkl. um sjálfir. Héraðsl. væri gert hærra undir höfði, ef málið væri Jieim metnaðarmál, og vottorðin féllu aftur niður. Þ. E d i 1 o n s s o n vildi breyta till. landl. i þá átt, að allur kostnaður væri goldinn, incl. ferðir. !i. Claessen sagði marga sjúkl. hafa komið sér sjálfir fyrir i bæn- nm, en best væri aö sleppa efnahagsvottoröum. L a n d 1. sagðist fyrir sitt leyti vilja sleppa efnahagsvottorðum, en máske krefðist stjórnarráðið þess. Húsnæði þyrftu sjúkl. aö eiga víst. Aðalatriðið væri, að héraösl. fylgdu málinu fast og ýttu undir það. H. taldi varbugavert aö fella rannsóknir niöur. Þaö væru dauða-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.