Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 11 T á fætur. Því ini‘öur læknar insulin ekki dial)et. aS fullu, en heldur sjúkl. viö meöan þaö er notaö. Mikil óþægindi eru aö því, aö lvfiö þarf að gefa sjúkl. sul^cutant. G. Cl. t ===== F r é 11 i r. Lausn frá embætti heíir Magnús læknir Sælijörnsson i Flatey fengiö vegna heilsubilunar. Sigurður Magnússon, vfirlæknir á Vífilsstöðum, er nýkominn heim úr utanför sinni. Guðm. Hannesson próf. fór nýskeö til Bolungarvíkur til þess aö gera þar skipulagsuppdrátt og lætur hann vel yfir feröinni. Hann mun bráö- lega fara til Vestmannaeyja i sömu erindageröum. Aðkomulæknar í bænum: GuÖm. Þorsteinsson, Borgarfiröi eystra, Hall- dór Stefánsson, Fláteyri, og Pétur Thoroddsen, Noröfiröi. Guðm. Guðmundsson, cand. med. er nýfarinn til útlanda. Sigurjón Jónsson, héraöslæknir i Dalvík, fer til útlanda í sumar og verö- ur þar fram á næsta vetur. Á meðan gegnir stud. med. Jóhann Kristjáns- son embættinu. Páll Kolka er aftur sestur aö í Vestmannaeyjum. Hjúkrun sjúkra, hjúkrunarfræöi og lækningabók, fyrri hluti, eftir Stein- grim Matthíasson, er nýkominn út og mun bráölega von á seinni hlutan- um og mun Lbl. þá geta bókarinnar nánar. Taugaveiki í Reykjavík. Nýlega hafa 17 manns veikst af tatigaveiki hér í bænum og er einn þeirra dáinn. Sjúkl. veiktust allir um líkt leyti, og höfðu allir drukkiö mjólk frá sama heimilinu, og þegar farið var aö athuga þetta nánar, kom í ljós, aö maður, sem bar mjólkina heim úr fjós- inu, hafði veriö lasinn seinustu vikurnar, en þó veriö á fótum. Viö rann- sókn fanst það, aö hann gekk með taugaveiki og er hann nú, ásamt öll- um hínum sjúklingunum, á Farsóttahúsinu. Áfengisverslunin. Mikið hefir veriö talaö um „læknabrennivínið“ og læknum legið á hálsi fyrir recept á lyfjabúðirnar og áfengissölu heima i héruðum án lyfseðla. Sennilega hefir „læknabrennivínið", að minsta kosti hér í Reykjavik, verið hverfandi hluti alls þess áfengis, sem drukkið hefir verið. Samt sem áður hefir áfengisverslun lækna oröið stéttinni til mikillar hneysu og væri betur aö þeir gætu sem fyrst rekið af sér vínsalanafniö. En uú er komin ný tegund af áfengisverslun lækna og máekkióátalin vera. Hér- aðslæknar þeir, sem lvfsölu hafa munu geta fengið nær ótakmarkaö áfengi 1 Áfengisverslun ríkisins og sumir þeirra nota sér ]>að svo, aö ]>eir láta sér ekki nægja þann spiritus, sem þeir geta selt heima í héraöj, heldm senda pantanir til Áfengisverslunarinnar og láta hana afgreiða spiritus til manna hér i Reykjavík, sem svo aftur selja út í smáskömtum. Þetta er alveg ófyrirgefanlegt og á Áfengisverslun rikisins þar jafnmikla sök eins og læknarnir á þvi aö útvega leynisölum í Reykjavík brennivín. Þetta má ekki svona ganga, og veröur aö krefjast þess, aö ])eir, sem eftirlit eiga aö hafa með áfenginu, stemmi algerlega stigu fyrir svona vínverslun. Heilsufar í héruðum i maí 1923. — V a r i c e 1 la e: Hafnarfj. 4, Flat- evr. 2, ísaf. 1. — F e b r. t y p h.: Þingeyr. 3, Akureyr. 1, Húsav. 5, Vestm.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.