Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 7
________ LÆKNABLAÐIÐ _ ___________________________101
un og skýröi nánai' írá hversu stjórnin heföi hugsaö sé.r fjórðungsspital-
ana. Kæmi þar margt fleira til greina en kirurgi.
Þ. Sveinsson var mótfallinn nefnd. Mikils árangurs væri ekki að
vænta, þó að hún starfaði einn dag. Umræðurnar á futtdinum ættn að
nægja bæði læknum og landlækni.
G u 8 nt. Björnson sagði frá samþ. síðasta læknafundar og til-
drögum málsins. Kvað hæpiS, að till. stjórnarinnar yrði bættar til muna.
Vandinn kæmi ætið i ljós, þegar einstök dæmi væru tekin. Neíndi hanu
Flateyjarhérað sem dæmi. Það væri ágætt hérað fyrir þreyttan. gamlaii
héraösl., en þó teldi hann réttmætt að láta Guðm. Ó. Einarsson sitja i
fyrirrúmi, ef til kænti, ])ó hann sé kornungur, því útlit sé fyrir, að hann
geti ekki á nokkurn hátt gegnt héraði. sem erfið ferðalög fylgja.
Páll Kolka sagði medicinska sjúkl. ekki þurfa að leita fjórSungs-
spítala. Ef þeir færu úr héraSi, færu þeir til Rvíkur.
3 manna nefnd samþvkt meö 11:4 atkv.
M. Magnús 12, Kolka 7, G. H. 6.
VIII. Fundarstjóri kvað hentugast, að kjósa riú þegar nefnd til þess
að gera tillögur um sérfræðingaf r v., sem væntanlegt væri síð-
ar á fundinum. 3 m. nefnd var samþ. Kosnir: Þ. Thoroddsen 13, 11. Han-
sen 11, Sæm. Bjarnhéöinsson 8.
IX. Heilbrigöisstjórn 1 a n d s i n s. Þ. Edilonsson
lýsti meSferö málsins i Læknafél. áöur, og nú á síöasta þingi, er lands-
stjórnin vildi fella landlæknisembættið niður og láta ólaunaöa menn leysa
landlæknisstörfin af hendi, án alls endurgjalds. Þá drap hann á tillögur
sinar i Lbl. og mælti meö fvrri tillögum sínum. Þá myndi ekki hætta á
því, að embættið yrði pólitískur bitlingur.
Þ. S v e i n s s o n mintist á frumvarp stjórnarinnar. Taldi ágætt, að
leggja niður biskupsembættið, en ófært að afnema landlæknisembættiS
\ el til fallið, að ræða hér málið, svo læknar gætu sagt álit sitt og gert
athugasemdir. Var mótfallinn að læknar kysu landlækni. Þeir yröu þá
einskonar flokkur og landl. foringinn. Yrði og ]ietta pólitík. Conduite-
mál yrði ætiö val á landlækni og stjórninni eins trúandi fyrir vali og
læknum.
M. Pétursso n. Sagði Þ. Edilonsson hverfa nú mjög frá sínurri
tyrri skoðunum. Brysti héraöslækna næga þekkingu á umsækjendum
um landl.emb. Væri hér um miklu meiri vanda aö ræða en biskup, því
söfnuðir kysu presta, en héruð ekki lækna. Liklegt, að ])etta spilti sam-
lyndi lækna Við kosningu yröi agiterað og skift í flokka. Þeir, sem undir
yrðu, yndu illa ])eim landlækni, sem hlutskarpari yröi. Vildi þó heldur.
að læknadeild Háskólans ætti atkvæöi um það mál og væri hún atvik-
um öllum kunnugri. Mælti með því, að fundurinn styddi mótmæli Lækna-
fél.stjórnarinnar, sem send voru Alþingi.
Þ. E d i 1 o n s s o n mótmælti því. að hann heföi haldið fram einfaldri
kosningu, og hefði M. P. lesið grein sina eins og fjandinn bibííuna.
— Sökum þess, hve áliöið var og margir farnir af fundi. frestaöi fund-
arstjóri umræðum um þetta mál og sleit fundi.