Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1923, Blaðsíða 14
ioS LÆICNABLAÐIÐ Chiropractic er nafni'ð á einni amerískri skottulækningastefnu. sem eg heyri sagt, að sé að byrja að reka upp hausinn hér heima. llg sé þyí ástæðu til að benda collegum hér á hana og lýsa henni i fáum orðum. Eg heyröi kvöld eftir kvöld chiropractor vera að halda hrókaræður um ágæti þessarar stefnu. í búð, sem hann haföi leigt til þess á fjölförn- um stað við Broadway. Öll mannleg mein — kvað hann — stafa frá þvi, að hryggurinn á sjtiklingunum er i ólagi og þrýstir á taugarnar, sent ganga frá mænunni út á milli hryggjarliðanna, en þessar hryggtaugar stjórna öllum líffærum mannlegs líkama (sic!) Það er því þýSingarlaust kák, að gefa sjúkum mönnum lyf, — þaö ]>arf að laga á þeim hrygginn! Þessi kjaftaskúmur valdi læknum og aðferöum þeirra — medicinskum og kirurgiskum — hin hæðilegustu nöfn, af þvi aö þeir leggja ekki áherslu á að laga hrygg manna. Það er gert. ef rétt er að fariS, meS nuddi og hnykkjum á hrygginn. Þegar hryggurinn lagast og taugarnar eru ekki lengur i klemmu, þá batnar sjúkdómurinn. Collegar ]iar vcstra kvörtuðu sáran undan chiropractors og töldu þá meS verstu og ómentuðustu skottulæknum. — Maöur þarf ekki annaS en ganga á ,,chiropractic"-námsskeið á kvödin i 3 mánuði eða svo. Eftir slika kvöldskólagöngu fá nemendurnir „diploma", setja upp lækninga- stofu og auglýsa í glugganum So-and-so, Chiropractor. Þeir kváðu það algengt, að chiropractors tækju við sjúklingum meS botnlangabólgu og nudduðu ])á með hnykkjum og skrykkjum. þangað ti! Iiotnlanginn- brysti. Þótt undarlegt sé. þá gengur jæknum í Ameríku mjög illa að fá lög- gjafarvaldið til að banna slikt hættulegt „liumbug", sem ])etta. IColka. Úr útl. læknaritum. Prof. med. H. Maclean (Sct. Thomas Hosp., London): Diabetes and glycosuria with observations on the new insulin treatment. The Lancet, No. XXI, Vol. I, May 26. 1923. Arið 1675 fann Thomas \Villis fyrst sykur i diabetes-þvagi. Orsök til diabetes er óþekt, en á síðari árum hefir ])ó þekking á diab. aukist drjúg- um. sérstaklega greining milli ])essa sjúkd. og glycosuri af öðrum ástæð- um en diab Fvrir sjúkl. er bráðnauðsynlegt að fá vissu um hvers eðlis glycosuri er, m. a. til ])ess að ekki sé að óþörfu fyrirskipaö sykursjúkra- mataræði þeim, sem ekki hafa diabetes. Sykurrannsókn á þvaginu leysir ekki úr þ.ví, hvort sjúkl. liafi diabet. eða glycos. af öSrum ástæðum. Úr því getur i mörgum tilfellum að eins skoriö r a n n s ó k 11 á blóSsykri. í b 1 ó ð i heilbrigSs manns er 0.1% s y k u r, á fastandi maga eða 3—4 klst. eftir máltíð, og breytist þetta tæplega meir en frá 0.09—0.11%. Eti maður sykurprófmáltíö sem er 50 gr. glucose (þrúgusykur), hækkar blóð- sykurinn eftir klst. upp í 0.17%, en fellur á ný eftir i/2 klst. til þess liormala. Svipaðar breytingar á bls.% eiga sér stað eftir venjulegar mál-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.