Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 12
LÆKNABLAÐIÐ
170
Allar þessar sögur munu bygöar á misskilningi. Viö vitum aö sótt-
kveikjur lifa v e n j u 1 e g a aðeins stuttan tíma utan líkamans. En hins-
vegar vitum viö nú, aö eftir taugaveiki, skarlatsveiki, barnaveiki, kverka-
bólgu, heilabólgu, lungnabólgu, mænusótt, og sennilega margar fleiri
sóttir, gerast margir s m i t b e r a r, og geta, þó heilbrigöir sjeu, smit-
aö aðra lengi á eftir, vegna þess að þeir ganga meö lifandi sóttkveikj-
ur í sér.
Sem betur fer, er það venjulega aöeins nokkra daga eða nokkrar vik-
ur eftir sóttina eða eftir smitunina, sem menn ganga þannig með sótt-
nsemi, en stundum er það miklu lengur. Það eru t. d. dæmi þess, að menn
hafa verið taugaveikis-smitberar i 40 ár, eða alla æfi. upp frá því er
þeir höfðu taugaveiki.
II.
Trúin á mikla lífseigju ýmsra sóttkveikja er mjög útbreidd meðal al-
þýðu, og er það von, því að til skamms tíma hafa læknar haft sömu
trú. En þó að læknarnir séu á seinni árum farnir að ganga nokkuð af
þeirri trú, þá má þó enn fullyrða, að hún er á rökum bygð hvað sumar
sýklategundir snertir, og þessvegna von þó margs hafi verið freistað,
til þess að eyöa sóttkveikjum sent grandgæfilegast. hvar sem unt væri
að ná tökum á þeim.
No'kkru fyrir og unt aldamótin síöustu, var sú trú útbreidd, að mjög
mætti óttast sýkingarhættu frá dauðum hræjum, bæði ofan- og neðan-
jarðar, en einkum væri kirkjugarðsmoldin varasönt. Ýtti þetta undir áhuga
margra á að koma á bálförum í staö greftrunar. Danskur læknir, dr.
L e v i s o n, skrifaði talsvert um þetta, um það leyti sem eg tók lækna-
próf í Höfn. í ritgerð um líkbrenslu, sem eg samdi handa Skírni 1905 berg-
málaði eg sumt af því, sem Levison kendi, og tilgreindi nokkrar fullyrð
ingar hans (sem hann hafði eftir ýmsum gerlafræðingum) um lífseigju
sýkla í mold. T. d. það, að miltisbrandssýklar hefðu lifað 12 ár í niður-
gröfnum hræjum, komist upp á yfirborð jarðar með ánamöðkum, og að
lifandi tæringarbakteríur hefðu fundist i liki 2ýú ári frá greftrun, en að
taugaveikissýklar gætu lifað enn lengur í mold. Loks taldi Levison lík-
nr fyrir því, samkvæmt athugunum japanskra lækna, að pestar- og
kóleru-bakteiúur mundu (líkt og sumir trúa enn um taugaveikissýkla)
geta lifað árum saman niðri i moldinni, og sýkt verkamenn, er rótuðu í
jarðveginum.
ítarlegar rannsó'knir og tilraunir seinni ára hafa ekki staðfest þessar
skoðanir, nema að litlu leyti.
Til þess að komast nær hinu sanna um lífseigju sóttkveik'a í mold og
vatni og í niðurgröfnum hræjum manna og dýra, hefir fjöldi lækna og
gerlafræðinga gert margvíslegar tilraunir, eins og t. d. P e t r i, v. E s-
rn a r c k, Karlinski, K 1 e i n, Loeisener, D u n b a r, Y o k o t e,
S c h o 11 e 1 i u s, F i c k e r o. fl. (sjá Rubners Handbuch d. Hygiene.
Leipzig 1912. B. IV. 1. Abt., bls. 193—194).
Það var fljótt horfið frá þeirri skoðun, að uppþornaðar sóttkveikjur
gætu með loftsúg borist upp úr jarðveginum. Tilraunir voru gerðar, og
sýndu. að jafnvel stríður loftsúgur gat ekki hrifið með sér neinar sótt-
kveikjur upp úr rakri moldinni eða frá hræjum. Því síður gat átt sér