Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 27
LÆKNABLÁÐIÐ -185 Fram á síSustu ár hafa menn haft mjög óljósar hugmyndir um orsakir til áhrifa ljóssins i líkamanum. Það er kunnugt, aS fjólubláir ljósgeisl- ar komast ekki nema fáa millimetra inn í hörundiö, og geta því ekki haft nein beinlinis áhrif á sjúkdóma undir hörundinu. Ööru máli er aö gegna um áhrif ljóssins á opin sár. Aö öðru leyti hljóta ljósböðin aö hafa óbein áhrif á sjúkdóma í líkamanum. Mikla athygli hafa vakið áhrif ljóssins á rachitis. Quarts'ljósin örva ossification og valda retention á kalki og fosfór hjá börnum meö beinkröm. Amerískir visindamenn hafa fundið, aö matvæli, sem geisluö eru meö útfjólubláum geislum, svo sem mjólk og lýsi, koma aö góðu liði viö lækning á rachitis. Nú þykjast þýskir vísindamenn hafa sýnt fram á, aö ljósið komi til leiöar 5 hörund- inu myndun á sérstöku bætiefni. Auk áhrifa útfjólubláu geislanna á fosfór og kalk líkamans, má nefna áhrif Ijóssins á hvít blóðkom og blóðsykur; ennfremur aukið þol gegn infection. Iiöf. heldur því fast fram, að quartsljós, en ekki aðrar Ijós- tegundir, veröi að nota gegn rachitis. — Hann drepur nokkuð á hina sífeldu þrætu Ijóslæknanna um hvort sé betra, quartsljós eða kolboga- Ijós. Hann, og margir aðrir, halda því fram, að quartsljósið taki öllu ööru fram. En eins og kunnugt er, eru læknarnir á Finsens stofnuninni í Khöfn að sínu leyti jafn öfgafullir um, aö ekki sé gagn að öðru en kolbogaljósi. Mjög veröur aö taka til greina hversu ljósið dofnar, vegna þess að ský (kvikasilfurskán) sest innan á brennarann, við langvarandi notkun. Þetta má mæla, meö því að athuga í upphafi hve margar mínútur þarf að geisla meö quartslampanum, til þess aö sjúkl. fái erythema, enda sé nákvæmlega athuguð fjarlægö brennarans frá hörundinu. Einu misseri síðar má endurtaka þessa tilraun, með sama brennara; fjarlægð milli sjúkl. og lampa sé söm og áöur. Kemur þá oftast í ljós, að hinn upphaf- !ega geislunartíma þarf aö margfalda, til þess að roði komi á hörundið. Það er þvi ekki rétt, að geisla ætíð jafnlengi með sama brennaranum. (Enda vill það venjulega veröa svo, að sjúklingar brenna meira eöa minna, þegar látinn er nýr brennari í lampann, nema geislaö sé skemmri tíma. Þýö.). Frá Quartslampa-verksmiðjunni í Hanau má fá svonefnt Kel- lers Erythemdosimeter, en lítt mun þaö notað in praxi. Almenn áhrif quartsljóssins á líkamann eru á þann veg, að það eyk- ur vitalitet frumanna, einkum að því er snertir efnaskifti, blóðmyndun og varnir gegn skaðlegum áhrifum. Hin miklu áhrif á berklaveiki munu orsakast af almennri styrking líkamans, fyrir kraft ljósanna. En auk þessa er quartsljósiö talið specificum gagnvart rachitis, tetani og spasmophili. Ljósið færir yfirleitt börnum meiri lífsþrótt, en fullorönum. Baráttan gegn r a c h i t i s, með quartsljósi, er mjög áhrifarík, og gildi Ijósanna viö beinkröm alstaöar viöurkent. Ýmsir barnalæknar hafa lofað mjög að geisla lýsi og mjólk, handa börnunum, og talið óþarft aö geisla börnin, ef þeim væri gefinn geislaður matur. Góður árangur fæst við tetani og s p a s m o'p h i 1 i, en mjög veröur að geisla bömin varlega í byrjun. Höf. ráðleggur byrjunargeisl- un í 1—2 mín. i 1 meters fjarlægö; lengja svo tímann upp i 10 mín., og minka fjarlægöina í 60 cm. Geisla 2. hvern dag. Skynsamlegt er að geisla böm, sem eru kvefgiörn og kvellisjúk, og veikluö af sjúkdómum. svo sem k í gh ó s t a. Einkum er ástæöa til þessa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.