Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 30
i88 LÆKNABLAÐIÐ Hvort sem batnaSi viö luminal eöa ekki, þá fjölgaði köstunum oftast- nær, ef hætt var viö meöaliö og köstin urðu þá oft fleiri en verið höfðu áður byrjað var á lækningunni. Þetta er alvarlegt. Rannsóknirnar sýna, að luminal er meðal, sem nota ætti með varkámi við epilepsi. Það ætti ekki að nota það, nema hægt sé að hafa nákvæmt eftirlit með sjúkl. (telja köstin). Þó að batni í bili, er ekkert hægt að segja um endanlegan árangur. Það má réttlæta það að voga nokkru til þess að komast að raun um, hvort sjúkl. er einn af þeim fáu, sem batnar algerlega, en læknar ættu að muna, að áhættan er altaf þó nokkur. G. Th. F r é 11 ir. Embætti. Seyðisfjaröarhérað hefir verið auglýst laust, og er umsóknar- frestur til i. apríl. Egill Jónsson hefir verið settur þar héraðslæknir. Heiðursmerki. Guðm. Guðmundsson, fyrv. héraðslæknir í Stykkis- hólmi, hefir verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Spítalinn í Vestmannaeyjum er nú fullger; fóru landlæknir og húsa- meistari rikisins til Vestmannaeyja til þess að taka út spítalann, og vígði landiæknir hann 30. desember. Spítálinn tekur 25—30 sjúklinga og er mjög vandaður að öllum frágangi. Hann mun hafa kostað upp undir 200 þús. kr. og hefir bæjarsjóður Vestmannaeyja lagt til hans 30000 kr., kven- félag i bænum 20000 kr. og ýmsir aörir 30—40 þúsund kr.; en það sem þar er fram yfir, hafa Gísli Johnsen, ræðismaöur í Vestmannaeyjum, og frú hans, gefið. Lærebog i intern medicin er nú komin út i 2. útgáfu. í fyrstu útgáfuna skrifaði Guðm. próf. Magnússon um sullaveiki, en sá kafli er nú yfirfar- inn, og gerðar ýmsar brevtingar til bóta, af Matthíasi Einarssyni. Guðm. Ásmundsson, sem í nokkur ár hefir verið héraöslæknir norðar- lega í Noregi, hefir nú fengið nýtt hérað við Dofrabrautina, nokkru fyrir sunnan Þrándheim. Hann býr nú í Berkaak, Rennebu pr. Trondhjem. í Bibliothek for Læger, nóv. 1927, hefir Skúli V. Guðjónsson skrifað grein, með próf. Fridericia, um: Forsög over forholdet mellem evnen til at paavirke fotografiske plader og A-vitamin-indholdet hos levertran og svinefedt. í Centralblatt f. Bakteriologi, 102. bindi, hefir Níels Dungal skrifað grein um: Wie vergárt der Shiga-Bazillus? Hveravatn frá Reykjum í Ölfusi tók Pétur læknir Bogason með sér, á ferð sinni hér síðastl. sumar, til rannsóknar; en á Reykjum hafa berkla- veikir sjúklingar hafst við í nokkur sumur og sumum orðið gott af veru sinni þar. Jónas Sveinsson kom hér við á heimleið til Hvammstanga. Hafði hann verið ytra frá því í júnímánuði og mestallan tímann i Vínarborg. Björgúlfur Ólafsson er kominn út utanför sinni. Haraldur Jónsson og óskar Þórðarson eru og nýkomnir frá útlöndum. Læknar á ferð. Helgi Jónasson, Stórólfshvoli, Ingólfur Gíslason, Borg- árnesi, og Páll Kolka, Vestmannaeyjum, voru hér á ferð í dasember, en eru farnir heim aftur. FÉLA.GSPRENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.