Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 16
m LÆKNABLAÐIÐ þær aS verulegu leyti hættuminni og sjaldgæfari, en fyr á tímum, þegar engin sótthreinsun þektist. Nægir í þessu sambandi að minna á berklaveikina hér á landi. Á síð- ustu 20 árum er óhætt að segja, að allvel hafi veriö framfylgt sótthreins- unarfyrirmælum við dauða eða burtflutning sjú’klinga. Veikin hefir þó fjarri því rénað í landinu, heldur sennilega aukist talsvert síðan sótthreins- anir og aðrar sóttvarnir gegn henni voru teknar upp. En sama er að segja um hinar algengu farsóttir víðsvegar um lönd, svo sem taugaveiki, barnaveiki, skarlatssótt o. fl. Þrátt fyrir alt amstrið og eiturlyfjaausturinn, hafa sóttirnar gosið upp á ný og á ný, alveg eins og áður. Þetta gat nú verið því aö kenna, að sótthreinsunaraðferðirnar, sem tíðkaðar hafa verið, væru ekki nægilega róttækar drápsaðferðir gagnvart sýklunum. Ýmsar tilraunir hafa lí'ka sýnt, að til þess að vinna til fulls á sýklum, sem leynast í sorpi eða innan um lifræn efni, þarf mjög löng áhrif sterkra eiturlyfja, og eru þá eiturlyfin að engu leyti gagnlegri, en einfaldur sápuþvottur. Hvað formalingufuhreinsun F1 ú g g e s snertir, hafa t. d. bæði Neisser og ýmsir amerískir heilsufræðingar sýnt fram á, að hún sé ófullnægjandi. Þá var eftir að vita hvað til bragðs skyldi taka. Þegar svo sú skoðun tók að ryðja sér til rúms, að mest smithætta mundi stafa af smitberum, þ. e. lifandi mönnurn en ekki dauðum, og síst dauðum hlut- um, þá urðu nok'krir læknar svo djarfir að stinga upp á þvx, að fara að spara sér allan eiturausturinn upp um veggi og loft, og láta sér nægja einfalda en vandlega ræstingu með sápuþvotti, og viðrun híbýla og muna. Þetta var reynt, og gafst vel — öldungis eins vel, ef ekki betur en gamla sótthreinsunaraðferðin. Það voru Bandaríkjamenn, sem gengu á undan í þessari nýbreytni. Þessi staðreynd, um fánýtni eiturlyfjanna, styrkti aítur skoðunina um að aðalhættan við smitflutning sé i mannheimi, meðal allra smitberanna — sjúkra og heilbrigðra, en aðeins hverfandi meðal dauðra hluta. Því betur sem að var gáð, hefir sá hópur manna vaxið, sem fundist hefir saknæmur sem smitberar í ýmsum sóttum, eins og taugaveiki, kóleru. barnaveiki, skarlatssótt, heilabólgu, mænusótt o. s. frv. Samkvæmt athugunum i New lYork er talið sennilegt, að þar séu að staðaldri um 60.000 bamaveikismitberar. Og hvað taugaveiki snertir, hefir reynst, að alt að 25% sjúklinganna verði smitberar lengri eða skemri tíma eftir bata. En eftir því má áætla, að í sumum löndum séu 1—2 af hverju þúsundi manna stöðugir, varasamir taugaveikismitbei'ar. En lungnabólgusmitbera halda amerískir læknar svo fjölmenna, að giska megi á að 20—25% allra íbúa megi reikna sem slika, í öllum norð- íægari löndum. Og þar sem faraldur gengur af meningitis, er talið lík- legt, að 10—20 sinnum fleiri séu smitberar þessarar veiki, en sjálfir sjúklingarnir. VI. Carlos Chagas, landlæknir í Brasilíu, og fulltrúi þess lands í heilbrigðisnefnd þjóðabandalagsins, hefir í málgagni þessarar nefndar, „Office intemational d’Hygiene Publique", í maíheftinu 1926, birt ítar-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.