Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 22
i8o LÆKNABLAÐIÐ lokasótthreinsun, nema trygSur væri þá meiri þrifnaöur, en nú ætti sér staö. III. Forseti lagöi fram tillögu nefndarinnar, sem kosin var til aö semja yiö S:úkrasamlag Rvíkur um læknataxta fyrir næsta ár. Nefndin leggur til aö fastaborg-un fyrir einstaklinga lækki um 10% árið 1928. Ályktun frestaö til væntanl. aukafundar. IV. Lesið upp bréf frá nefnd kvenna, er hyggst að starfa aö skreyt- ing Revkiavíkurbæjar 1930. Óskaö samvinnu viö læknana. Fundi slitiö. Ritíregn. — Doctorsrit. Helgi Tómasson: Undersögelser over nogle af Blodets Elektro- lyter og det ve^etative Nervesystem, særlig hos Patienter med maniodepressiv Psykose. Langt er síðan íslendingur hefir unnið sér doktorsnafnbót í læknisfræði. Það er því ánægjulegra að sjá doktorsritgerð eftir ungan landa vorn, sem hún er í alla staði hið mvndarlegasta verk. Höfundurinn er starfs- maður mikill og duglegur, og hefir viðað miklum fróðleik aö sér um viðfangsefni sitt og lagt mikilsverðan skerf til þeirra hluta, sem hann hefir fengist við^ið rannsaka. Bók hans ber merki þess. að hann hefir unn- ið með hinni mestu vísindalegu nákvæmni, ekki látið sér næg:a rann- sóknir annara, heldur þaulprófað alla hluti sjálfur og haldið áfram þar sem aðrir hafa numið staðar. Eins og titill bókarnnar ber með «ér. lúta rannsóknir H. T. einkum að vissum söltum (Calcium, Kalium, Natrium), í blóðinu, ennfremur hefir hann rannsakað svrustig (Ph) blóðsms bæði hiá sjúkum og heilbrigð- um. Rannsóknirnar eru bygðar á kenningum Howell’s og Zondeks, um að sympaticusverkunin sé fólgin i því að stjórna flutningnum á calcium þangað sem þess er þörf i hvert skifti; parasympaticus (vagus) -verk- unin aftur á móti að sjá um flutning á kalium og natrium. Eftir þeirri kemrngu er viðkvæmni tauganna (og vöðvanna) komin undir hlutfallinu Ca: (Na + K). Ef calcium eykst í blóðinu, minkar við- kvæmnin, og sama verður útfallið ef hlutfallið stækkar við það að K eða Na, eða hvorttveggja, nr’nkar. Ma:c Callum og Voegtlin hafa fyrir löngu sýnt fram á, að Ca er óeðlilega lítið í blóðinu við tetani, svo að það kemur vel heim við þessa kenningu. H. T. hefir nú tekið sér fyrir hendur aö rannsaka, hvort breytingar finnist á söltum blóðsins, einkum Ca, Na og K, hjá siúklingum, sem era í því sálarástandi, að búast má við breyttri (truflaðri) starfsemi i vagus-sympaticuskerfinu. Rannsakaðir voru 170 geðveiklingar (með manifest psychose). Hjá 81 (47%) af þeim fanst Ca óeðlilega mikiö, eða lítið í seram (fyrir of- an eða neðan 10—12 mg. %). Þessi breyting á serum-Ca fanst oftast við psychosis manio-depressiva, en mismunandi eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn var. Hún fanst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.