Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 26
184 LÆKNABLAÐIÐ náttúrlega er lítiíS að marka svona fá tilfelli. Eg hætti strax aö sprauta kighóstavaccine, er eg sá i blöðunum að meðal þetta virtist ekkert gagn gera í Rvík. Neopancarpine reyndi eg dálitið, þori ekki að fullyrða að það gerði verulegt gagn; virtist árangur fremur lítill, en lyfið dýrt. Fróðlegt væri að heyra um reynslu annara i þessum efnum. Borgarnesi 15./1 x. 1927. Ing. Gíslason. Úr útlendum læknaritum. G. H. Oriel: The pathology of sea-sickness. The Lancet 15./10. '27. Höf. hefir verið skipslæknir og reynt ýmislegt við sjóveiki. Hann hefir ekki trú á því, að sjóveiki orsakist a'f labyrint-truflunum, því að aldrei fann hann, meðal 5000 sjúkl., nystagmus samfara sjóveikinni. Nákvæm- ar rannsóknir sýndu breytingar á efnaskiftingu líkamans. Þegar flök- urleikinn er að byria, þá kemur hyperglycæmia og skömmu seinna hypo- glycæmia, ammonium eykst i þvagi, og acetone finst. Þegar uppköst hafa staðið nokkurn tíma, er kominn töluverð acidosis. Það virðist því vera aukinn kolvetnabruni við sjóveikina, sem leiðir til kolvetnaskorts í líkamanum. Því er slæmt og getur verið hættulegt að borða ekki, ef hægt er, og helst ætti að borða sem mest af kolvetnum, en sem minst af fitu. Höf. hefir reynt að gefa glucose við sjóveiki, 3 drachms (11.25 grm.) í einu, og gefist miklu betur en atropin, strj’chnin, belladonna, chloral, brom og ýms patent-meðul, og þvi verri sem sjóveikin er, þvi greinilegri er árangurinn. Diuresis eykst og acidosis hverfur, höfuðverk- ur hverfur og liðan batnar. — Stundum hefir sjóveikin verið svo mikil, að sjúkl. hafa ekki getað haldið sykrinum niðri i 15 minútur, en eftir þann tima er mest af honum sogið upp frá meltingarfærunum, og hefir þá glucose verið gefin intravenöst eða per rectum. G. Th. Laqueur, A. (Rudolf Virchow-Krankenhaus, Berlin): Indikat:onen und Kontraindikationen der kiinstlichen Höhensonne. Die Thera- pie der Gegenwart, Juni og Juli 1927. Notkun quartslampa hefir verið mjög mikil í Þýskalandi. Ekki einasta í höndum lækna, heldur og leikmanna, sem stofnað hafa til ljóslækninga. Ennfremur hafa quartslamparnir verið notaðir á rakstofum, hárgreiðslu- stofum o. s. frv. Hafa ljóslækningamar verið lofaðar á hvert reipi, við allskonar kvilla, af fólki, sem lítið skyn ber á eðli ljóssins. Verksmiðj- urnar hafa og birt allskonar öfgafull meðmæli með quartslömpunum, i auglýsingum sinum. Afleiðingin hefir auðvitað orðið sú, að bæði læknar og leikmenn hafa orðið fyrir vonbrigðum, og mist trúna á ljósin. Höf. vill nú vinsa úr indikationum þeim, sem komið hafa til greina í Þýska- landi, 0g lýsir stuttlega réttum indikationum og kontraindicationum quarts- Ijós-lækninganna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.