Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 3
14. árg. Reykjavík, október 1928. 10. blað. Krabbamcinslækningar. Erindi flutt í Lf. Rvíkur 8. olct. '28. Eftir Guðm. Thoroddsen. Margan og mikin.11 fróöleik má sækja í Heilbrigbisskýrslur þær, sem Guðm. próf. Hannesson hetir nú saman tekið og gefið út yfir 16 ára tímabil, 1911—1926. Skýrslur þessar eru orðnar ómissandi öllum þeim, sem nokkuð láta sig skitta heilbrigðismál hér á landi og væri óskandi, að haldið yrði áfram að geta út skýrslurnar framvegis eins ítarlegar og þær, sem konmar eru. Vonandi eiga Heilbrigðisskýrslurnar fyrir sér að batna mikið, en það geta þær því að eins gert, að skýrslur læknanna, sem unnið er úr, batni. Par er ennþá mörgu ábótavant, sumstaðar vant- ar skýrslur með öllu og sumstaðar eru þær skýrslur, sem sendar eru, ófullkomnar. ■ • i Krabbameinsskýrslurnar eru með því marki brendar, að vera mjög ófull- komnar. Þær eru það ekki eingöngu hvað snertir sjálft skýrsluiormið, þar sem aldursflokkarnir eru altot stórir til þess, að geta nokkra ákveðna hugmynd um það, á hvaða aldri fólk fær krabbamein hér á landi. En þær eru ekki síður ófullkomnar frá læknanna hendi, þar sem bersýnilega eru mjög margir krabbameinssjúklingar, sem aldrei komast á skýrslur fyr en þeir eru dauðir og þó getum við ekki vænst þess, að þeir komist nærri allir á dánarskýrslur, sem dánir úr krabbameini, sem þó deyja úr þeim sjúkdómi eða aileiðingum hans. Vafasamar dánarorsakir veröa alt- af nokkuð margar og sérstaklega þar, sem eins hagar til og hér, að krufn- ingar eru mjög fátíðar. Við vitum ekki hvað mörg gamalmenni deyja úr bronchopneumoníu eða einhverjum öðrum lasleika, sem því að eins getur unnið á þeim, að þau eru orðin þróttlaus af krabbameini, sem eng- inn hefir tekið eftir, t. d. magakrabba, sem rænir þrótti með lystarleysi og stöðugnm smáblæðingum, en gefur ekki önnur áberandi einkenni. Einu sinni átti eg jafnvel orðastað við lækni um það, hvað tilgreina skyldi sem dánarorsök sjúklings, sem dáið hefði úr bronchopneumoníu nokkrum dögum eftir resectio ventriculi vegna krabbameins. Læknirinn hélt því fram, að annað þyrfti ekki að skrifa en bronchopneumonía, úr henni hefði maðurinn dáið, en krabbinn væri skorinn burtu og kæmi því engum við. Á hinn bóginn telja dánarskýrslur sennilega nokkra dána úr krabba- meini, sem aldrei hafa krabbamein fengið, en mér þykir líklegt, að sú tala verði aldrei svo há, að nokkrti nemi, krabbamein er sjaldnast svo bráðdrepandi sjúkdómur, að sjúklingurinn hafi ekki leitað læknis og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.