Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 149 Af þessum 57 dánu hafa 6 dáið svo skömmu eftir óperatión, að henni veröi um kennt og 1 eftir radium-geislun. Flestallir þessara sjúklinga, ef ekki allir, munu hafa haft áreiðanleg krabbamein, mjög margir þeirra eru ópereraðir og meinsemdin altaf mikróskóperuð, ef nokkuö hefir veri'ð hægt að taka til rannsóknar. Þeir eru 75 talsins og af þeim lifa sennilega 18 eða 24%. Það er ekki há tala, þegar tekið er tillit til þess, að töluvert af þessum sjúklingum er frá sein- ustu árum og því ekki að vita nema niargir kunni enm þá að heltast úr lestinni. Eg ætla ekki að fara að þreyta ykkur á því að hlusta á greinargerð mína um alia þessa sjúklinga, enda væri ekki mikið á því að græða, þar sem taflan sýnir margar tegundir krabbameina, en aðeins örfáa sjúk- linga með hverja tegund. Eg held, að mest verði á því að græða að at- huga nánar þau krabbamein, sem algengust eru og sjá hvernig þau hafa hagað sér hjá sjúklingum mínum. Þessi krabbamein eru cancer mammae, uteri og ventriculi. C a n c e r m a m m a e. Af þessu krabbameini hefi eg haft 16 til lækn- inga og ópererað allar konurnar nema eina. Hún haíði gengið með mein- ið í 7 ár og var með óbifanlega cancereitla í handholi og upp fyrir við- bein, og mikinn bjúg á handleggnum. 4 konur komu með cancer á 1. stigi, aðeins i brjósti, en enga metastases. Þær lifa allar, þaraf 1, sem ópereruð var 1923, en hinar er enn þá of snemt að dæma um. 8 konur höfðu metas- tases í eitlum og af þeim lifa 3, þaraf ein, sem ópereruð var árið 1923. Hún var þó búin að ganga með hnút í brjósti hátt á annað ár. Hinar 2 er offljótt um að dæma. Af þeim, sem dánar eru, var 1 búin að ganga með meinið 7 ár og var það orðið mjög stórt. Hún fékk recidiv og dó 2 árum eftir óperatíónina. 1 kom þrem mánuðum eftir að hún varð vör við hnút í brjóstinu. Hún fékk recidiv in loco 5 árum seinna og metastases í columna og pleura og dó úr því. 1 var ópereruð rúmum 2 mánuðum eftir að hún hafði orðið vör við hnút í brjósti, en hún var í 2 ár búin að ganga með sprungur í geirvörtunni, sem aldrei vildu gróa. Hefir hér líklega verið um Pagets disease of the nipple að ræða. Hún fékk recidiv ári seinna. 1 var búin að hafa hnút í brjósti i 4 ár áður en hún var ópereruð. Hún fékk bráðlega recidiv í eitlana yfir viðbeini og í axillu og dó ári seinna. 1 hafði töluvert einkennilegan cancer, svo eg hefi aldrei séð anna'ð eins. Hún var 33 ára ógift stúlka, sem kom til mín með lítinn hnút í br'ósti, sem eg var alls ekki viss um að væri krabbamein og hafði tekið eftir honurn fyrir 3 vikum. Sagði eg henni því að koma bráðlega aftur til athugunar, en hún kom ekki fyr en 5y2 mánuði seinna, og var brióstið þá stórt og rautt og húðin ödematös, líkt og hún hefði mastitis phleg- monosa. Eg var þá ekki vissari í greiningunni en ]iað. að eg gerði próf- skurð og lét mikroskopera vegna þess, að ég hélt að um mastitis væri að ræða. Siðan var hún ópereruð á venjulegan hátt, en fékk brátt recidiv og dó. Þá eru eftir 3 konur og er ein lieirra dáin, en hinar tel eg banvænar, séu þær ekki þegar dánar. Þær hefi eg ópererað vegna recidiva, en aðrir læknar höfðu áður numið burtu fvrsta krabbameinið. Mikill meiri hluti þessara sjúklinga á sammerkt í því, að þær koma alt of seint til óperatiónar og álít eg það orsök þess, að árangurinn er ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.