Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 18
t6o LÆKNABLAÐIÐ Fréttir. Dánarfregn. G í s 1 i G u ö m u n d s s o n, gerlafræöingur, andaöist hér í líseiium 26. september og varö krabbamein honum að bana. Gísli var áhugamaöur og vel mentaöur í sinni grein og vann um eitt skerö m. a. aö gerlarannsóknum fyrir lækna hér i bænum áður en Rannsóknarstofa Háskólans tæki til starfa. Hann hefir áöur fyr ritað í Læknablaöiö og eitt sinn flutti hann fróölegt erindi i Læknafélagi Reykjavíkur um gerla- gróður i Sundlaugunum viö Reykjavík. Gisli varö aö eins 44 ára gamall og er mikil eftirsjá aö honum. Doctorsvörn Gunnl. Claessens fór fram í Stokkhólmi þ. 13. október. Embætti. Stykkishólmshérað hefir veriö veitt Ólafi Ólafs- syni, settum lækni þar, B e r u f j arðarhérað Árna Árnasyni í Búð- ardal og Reyöarf jaröarhéra'ð Guöm. Ásmundssyni, lækni í Noregi. Árni læknir fer þó ekk.i austur fyr en i vor og er settur læknir i Dalahéraði þangað til, en Jens Jóhannesson hefi verið settur til þess aö þjóna Berufjarðarhéraði. Guðm. Ásmundsson getur ekki heldur kom- iö fyrst um sinn til sins héraös og er Gísli Pálsson læknir á Eskifiröi á meöan. Ólafur Thorlacius fyrv .héraöslæknir er fvrir skömmu kominn til bæj- arins og sestur hér aö. Sérfræðingar. G u ö m. Guöf inosson og K j a r t a n Ó 1 a f s s o n bafa sótt um og fengið viðurkenningu Læknafélags íslands sem sérfræö- ingar í augnsj úkdómu m. Læknar á ferð. í októbermánuði hafa veriö hér á ferð Árni Árnason frá Búöardal og Halldór Steinsson, Ólafsvík. Þá hefir og Sigmundur Sig- urösson, Laugarási, komiö hingaö. Hann er á Vífilsstaðahæli þennan mánuð. Þýskalandsför. Hamborg'arháskóli hefir boöiö Læknadeild- inni að senda 10 manns, stúdenta og kennara, til Hamborgar og fleiri staöa í Þýskalandi og að kosta veru þeirra þar og ferðir um Þýskaland. Er svo ráö fyrir gert, aö þeir dvelji 1 mánuð í Þýskalandi. Athugasemd. í síöasta tbl. Lbl. er „Leiörétting" frá Brynjólfi Björns- syni, tannlækni. Er því þar haldiö fram, aö enginn hafi aö réttu mátt nefnast tannlæknir hér á landi, fyr en hann kom hingað árið 1907, af því að enginn hafi hér fyr verið meö prófi frá tannlæknaskóla. Ritstjórn Lbl. vill út af þessu taka þaö fram, aö hún er þar alls ekki á sama máli. Fleira getur gefiö læknum engu mintni rétt til tannlæknisnafnsins, svo sem f u 11 k 0 m i ð 1 æ k n i s p r ó f m e ö sérstakri tannlækn- i s m e n t u n, enda áttum vér fyrir þann tíma að minsta kosti einn slík- an mann, sem enginn ber brigður á, að bar tannlæknisnafnið meö réttu. Hvers Danir nú á tímurn krefjast í þessu efni, kemur ekki þessu máli viö. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.