Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 4
146 LÆKNABLAÐIÐ venjulegast er auðvelt a'S greina sjúkdóminn, þegar sjúklingurinn er orS- inn aS fram kominn. Eftir þennan útúrdúr sný eg mér því aftur aS HeilbrigSisskýrslunum og skulum viS nú athuga hvaS þær hafa aS segja um krabbamein hér á landi á árunum 1911 til 1926. Þessi ár hafa læknar gefiS skýrslur um 1403 sjúklinga, en samkvæmt dánarskýrslum hafa 15B0 dáiS úr krabba- meini á sama tíma. Dánartalan er auSvitað miklu ábyggilegri en tala skráSra sjúklinga, vegna þess, aS getiS er um dauSamein allra þeirra, sem deyja og oftast hatt eftir lækm, þó aS læknar skrifi ekki reglulegt dánarvottorS fyrir hvert lík. Eg skal seinna athuga þaS, hvernig á þessunt mismun stend- ur á tölunum og hvers vegna tala dáinna er hærri en tala skráSra. Fyrst skulum viS reyna, eftir tölum þessum, aS komast aS þvi, hvort krabbamein sé aS færast hér í vöxt, eins og það virSist gera í flestum menningarlöndum, eSa, réttara sagt, í flestum þeim löndum, þar sem nokkurn veginn ábyggilegar skýrslur eru gerSar. GuSm. próf. Hannesson segir i HeilbrigSisskýrslum 1926: „Veikin sýn- ist litiS ágerast, þó læknum fjölgi og sjúkd. þekkist nú betur en fyr. Stingur þetta í stúf viS nágrannalöhdin.“ Byggir hann þetta aSallega á því, aS á þessum 16 árum, sem skýrslurnar ná yfir, hefir dánartalan lítiS sem ekkert hækkaS í samanburSi viS fólksfjöldann. Þó hefir mann- dauSinn úr krabbameini vaxiS frá 10.3° 000 árin 1916—20 upp í ii.o"/00(, árin 1921 —25, og sé fariS lengra aftur í tímann, þá er hann töluvert minni. AuSvitaS er hann ekki ábyggilegur fyr en eftir 1911, þegar lög um dánarskýrslur ganga í gildi. Þetta er ekki mikill vöxtur, en samt greinilegur, af hverju sem hann stafar. KrabbameiniS er aS miklu leyti ellisjúkdómur og því eSlilegt, aS þaS færist í vöxt eftir því sem meSal- æfin lengist og þess vegna fleiri komast á krabbameinsaldurinn. En vöxt- urinn getur líka stafaS af því, aS læknar þekkja nú betur krabbamein en áSur og þess vegna koma fleiri kurl til grafar. Þann 1. maí 1908 voru, aS tilhlutun dönsku krabbanefndarinnar (Cancerkomiteen), taldir allir krabbameinssjúklingar á landinu og stjórnaSi GuSm. Björnson land- læknir þeirri talningu. Svör komu frá öllum læknum landsins og reynd- ust sjúklingarnir ekki fleiri en 23. Hætt er viS, aS talan yrSi töluvert hærri nú, ekki eingöngu vegna þess, aS læknar þekkja nú betur krabba- mein og hafa betri tæki til greiningar þeirra, heldur líka vegna hins, aS nú leitar fólk miklu meir til lækna en áSur. Þetta getur átt sinn þátt i því, aS krabbamein sýnast fara í vöxt og ekki eingöngu hér í landi, heldur og annarsstaSar. Einkennilegt er þaS, aS í Danmörku, þar sem krabbamein var taliS einna algengast fyrir 20 —30 árum, sýnist þaS nú standa í staS, ef ekki verSa sjaldgæfara, og er Danmörk nú líklega eina landiS í álfunni, þar sem svo er ástatt. Þessar getgátur um þaS, hvort krabbamein er aS fara í vöxt byggj- ast aSallega á dánarskýrslunum, en auSséS er, aS þær em alls ekki ein- hlýtar til þeirra athugana. Svo er fyrir þakkandi, aS allmargir læknast, þótt þeir hafi fengiS krabbamein og meS þeim verSum viS aS reikna, þegar um vöxt krabbameins-sjúkdómsins er aS ræSa. ÞaS verSur alls ekki hægt, nema meS nákvæmum sjúkraskrám og því miSur eru þær svo hjá oss, aS á þeim er sáraljtiS byggjandi. Þær eru svo illa úr garSi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.