Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 151 heldur meiri en ])ab, aö hann þoldi ekki óperatiónina, en dó eftir nokkra daga, af því aö hjartaö gafst upp. Eg skal ekki fara að rifja upp sjúkra- sögur hinna 14 sjúklinganna; þær eru hver annari líkar og allir hafa síúklingarnir kent kvilla síns í marga mánu'öi, áöur en þeir hafa leitaö læknis. 4 þeirra hafa veriö svo langt leiddir, aö eg hefi ekki einu sinni reynt til þess aö opna þá og aögæta magann sjálfan. Einn þeirra var 68 ára karl, sem eg haföi ópererað vegna hernia incar.cerata með gangræna intestini, svo gera þurfti resectio á göm. Hálfu ári seinna mætti eg honr um á götu og var honum þá brugöiö, haföi verið lasinn í nokkra mán- uöi og viö rannsókn kom í ljós óskurðtækur magakrabbi. Sannaöist hér gamla máltækiö danska, aö „den drukner ej, som hænges skal“, og þótti mér lítiö hafa unnist viö aö bjarga honum frá kviöslitinu. Á 10 sjúklingum hefi eg gert laparotomia explorativa og bætt við gastroenterostom.ia á tveimur, en lítiö gagn hefir aö henni oröiö. þvi aö sjúklingarnir hafa veriö svo aö fram komnir, aö þeir hafa ekki þolað aögeröina, hafa veslast upp á vikutíma. Þetta er óglæsilegur árangur, þó aö eg geti stært mig af því, að hafa náð 50% 3 ára lækningu meö resectio á magakrabba. En eg má bara ekki bæta því við, aö sjúklingarnir eru ekki nema tveir. Eg veit, aö þaö er víðar en hjá mér, að sjúklingar með masjakrabba koma of seint til aðgeröar, en þetta er þó óvenjulega lélegt, aö ekki skuli reynast nema 2 skurðtækir af 16. Eg held, að þarna liggi ein af aðalástæðunum fyrir því, aö við íslensku læknarnir getum svona fáa krabbameins-s:úklinga læknaö. Sjúkling- arnir koma svo seint til læknis, aö fæstir þeirra eru skurötækir, þegar til aðgeröar kemur, eöa að minsta kosti er meiniö búiö aö búa svo um sig, aö ekki er hægt aö ná út fyrir hin leyndu takmörk þess, þó aö svo sýn- ist í bili við óperatiónina. En hvaö getum við þá gert til þess aö bæta aö einhverju leyti horfur krabbameins-sjúklinganna? Ýmislegt er hægt aö gera og skal eg aö eins vekja máls á því allra helsta, siöar getum við rætt um það, hvað muni vera tiltækilegast. Það er þá fyrst og fremst þaö, sem næst liggur okkur læknunum, að reyna aö bæta aöferöir okkar til þess aö greina krabbamein og læra aö nota og nota þær aðferð^ir, sem þektar eru. Á þessu eru og verða öröugleikar; læknar hafa ekki allir aögang aö tækj- um til þess, aö gera greininguna gleggri og rannsóknaraöferðirnar eru stundum dýrar, ]iaö er oft mesta meinið. Eg á hér við t. d. röntgen- skoðun, þegar siúklingur þarf aö fara langar leiöir, eins og hér á sér staö, til þess að hægt sé að skoöa hann, og próf-óperatiónir, sem oft geta komið til tals og liklega ætti aö gera meira að en gert er. En fyrst er að láta sér detta í hug, að um krabbamein sé aö ræöa, og síðan að neyta allra bragða til þess að komast að því, hvort svo sé og seinna að gera það alt aftur, hafi skoöunin reynst neikvæð, en ])ó ekki fullnægjandi til áreiðanlegrar greiningar. Þá er annað, aö nota þær aðgeröir, sem bestar eru og þau tæki, sem best eru til lækninga, Til þess þurfa læknar að fylgjast vel meö í því, sem gerist í krabbameinslækningum í heiminum og vinsa þaö besta úr. Þá er síðast en ekki síst ])aö atriöiö, sem eg held aö mikilsveröast sé

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.