Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 153 deyfingu viS að setja saman beinbrot, og þykir gefast vel, en börn mun best vera aS svæfa reglulega. ASsto'Ö veröur læknirinn aö hafa, til þess að geta notaö báöar hendur viö aö koma brotinu í samt lag aftur. Aðstoðarmaður tekur um upp- handlegginn og heldur honuni föstum, en læknirinn tekur í framhand- legginn og hyperextenderar í olnbogaliönum og togar svo í. Meö þessu snóti losast neöra brotiö, og nú er venjulega auövelt að ýta meö hinni hendinni á brotendana og færa þá saman. Einstaka sinnum festast brot- endarnir þá svo saraan, aö þeir skreppa ek,ki sundur aftur, þó aö slept sé, en oftast nær þarf aö halda þeim. vel i skefjum, ]^vi að annars sækja þeir aftur í sama farið. Vandinn er því hér sem oftar, aö búa svo um, að ekki haggist, og hefir þaö veriö reynt með ýmsu móti. Það hefir ekki reynst vel, aö binda um handiegginn beinan í olnbogaliö, því að varla er ráölegt að binda svo fast um hann, hvort heldur er meö gibsumbúð- um eða spelkum, að ekki geti haggast, og hvaö lítið lát, sem á verður, þá toga upphandleggsvöðvarnir brotiö hæglega úr skorðum. Því hefir veriö reynt aö leggja á teygju-umbúðir meö heftiplástri, en til þess þarf sjúklingurinn aö liggja rúmfastur, með handlegginn á breiöri fjöl eða borði, við rúmstokkinn. Er þá teygt í 3 áttir, en beygt í rétt horn um olnbogaliðinn. Er þá fyrsti heftiplásturinn lagöur um upphandlegginn neðan til og efra brotið togaö aftur. Annar heftiplásturinn liggur eftir framhandleggnum endilöngum og togar á móti þeim fyrsta, en sá þriðji liggur um framhandlegginn rétt neðan viö olnboga og teygir á upphand- leggnum. í fyrsta og annan heftiplásturinn þarf aö toga 4 kílógr. þungi, á fullorönum, en 6 kilógr. í þann þriðja. A bömum er helmingi minni þungi nægilegur, Aðferö þessi gefur góðan árangur, en oft er erfitt aö koma henni viö. Fyrst er þaö, að sjúklingurinn þarf aö liggja rúmfastur, og þykir ])aö stundum súrt í brotið, þegar ,,aöeins“ er um handleggsbrot aö ræöa. Þá er annað þaö, að svona sjúklingar þurfa nákvæmt eftirlit og umonn- un, svo að óhægt er aö koma því við, nema kostur sé á góðri hjúkrun. Þá er til önnur aðferð, sem mikið er nú notuð og reynst hefir ágæt- iega. Hún er í því fólgin, að beygja handlegginn sem mest má í olm bogaliönum, tognar þá á m. triceps, og liggur sin hans sem spelka viö brotið. Færa þarf brotið í lag á sama hátt og áður er sagt, og beygja síðan í olnbogaliðnum, en gæta verður þess, að toga jafnt og þétt i upp- handlegginn, meðan beygt er, til þess að neðra brotið skreppi ekki upp og aftur á meðan. Nú er bundið um handlegginn í þessum stellingum. og hann svo lagður í fetil eða látinn hanga í bandi, sem liggur upp um hálsinn. Nóg er að binda um með venjulegu grisiubindi, og ekki er vert að leggja baðmull um brotstaöinn; þess gerist ekki þörf og getur gert skaða. Hættan við þessa aðferð er aðallega sú, að mikil bevgja i olnboga- liðnum þolist ekki. vegna þess, að blóðrásin til framhandleggs og hand- ar verði ekki nægileg, sérstaklega þegar þar við l)ætist ef til vill mikil blæðing í olnboírabótinni. Þarf því að vaka vel vfir s’úklingnum í fyrstu og losa um umbúðiniar, fari að bera á truflun í blóðrásinni, t. d. hendin að blána eða rmkill biúgfur að koma. Þó að nokkur b:úgur komi á hend- ina, þarf það ekki að vera hættulegt og læknirinn getur verið rólegur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.