Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐIÐ 130 Arangur lifraráts viö anæmia perniciosa. Eftir Björn Gunnlaugsson. (Yfirlit um tveggja ára reynslu á 3. medicinsku déildinnt á sjúkrahúsinu í Hamburg-Eppendorf. Dir. próf. Schottmúller). Eyrir hér um hil tveim árum sendi eg Lbl. dálítinn pistil um nýja meÖ- ícrÖ á Biermers anæmi. \rar um þær mundir mikiS tala'Ö um hve vel „lifrar- át“ reyndist sjúklingum, sem hafa anæmia perniciosa (a. p.), er til þess tíma var talinn ólæknandi sjúkdómur. Árið 1926 höföu tveir Vesturheimslæknar (Minot og Murphy í Journ. of Ant. med. Ass. Yol. 87, pp. 470—476) skýrt frá því, a'Ö þeir hefðu gefið 60 sjúklingum með a. p. nautalifur i stórum skömtum, og var árangurinn að þeirra clómi undragóður. Var það næstum tilviljun, að þeir tóku upp á þessu. Reyndar höfðu nokkrir amerískir visindamenn (Robbscheit-Robhin, Whipple Hooper) árið 1920 getið um árangur dýratilrauna, er þeir höfðu gert. (Am. Journ. of Physiol. Bd. 63, Nr. 2, 1920). Höfðu þeir með blóðtökum gert hunda mjög anæmiska, og siðan rannsakað hvaða fóður veitti skjótastan hata. Kom þá í ljós, að hrá nautalifur reyndist langbest. Vöktu þessar til- raunir eftirtekt Minot’s og Murphy’s, sem reyndu síðan lifrarát á sjúkl. með a. p. (Má geta þess, að a. p. er miklu tíðari sjúkclómur í Ameríku, en Evrópu. Hafa Vesturheimsmenn þess vegna miklu rneiri sjúklingafjölda, en læknar hér í álfu). En tilviljun má kalla þetta af því, að tæplega mátti búast við sarna árangri við a. p. og þessari anæmi hundanna. Síðar hefir reynslan sýnt, að það eru ekki sömu efnin í lifrinni, sem koma af stað hata hjá a. p.-sjúklingum, og þau, sem læknuðu hundana. T. d. hafa lifrarsevði ])au, er nú eru mest gefin sjúkl., engin áhrif á anæmiseraða hunda. (Shr. Whipple: Journ. af Am. med. Ass. 91, 1928, p. 863). í þessi 3 ár, sem liðin eru síðan Minot og Myrphy hirtu fyrstu skýrslu sína, hafa verið skrifuð kynstrin öll urn þetta efni (sennil. ca. 1000 ritgerð- ir) ; eru flestir sammála um, að árangur lifraráts sé undragóður. Auðvitað eru sumir höfundar bjartsýnni en aðrir. Skal ekki farið hér út í að rekja ýms deiluatriði, er komið hafa fram. Er tilgangurinn með greinarkorni þessu að skýra frá reynslu þeirri, er fékst á klinik próf. Schotlmullcr's (á Eppen- dorfer sjúkrahúsinu í Hamhorg) í þau tvö ár, sem eg starfaði þar sem volonteur. Á þessurn tíma voru hér um hil 50 sjúkl. (með a. p.) til með- ferðar á deildinni. Af þessum 50 komu 8 svo langt leiddir, að þeir dóu skömmu eftir upptöku á sjúkrahúsið, þrátt fyrir blóðinnsþýting (trans- fusion), sem altaf er ]>rautaráðið, þegar sjúkl. ekki geta nærst, og öll inn- gjöf per os þess vegna tilgangslaus. Hinir (rúml. 40 talsins) náðu allir fullum hráðabirgðabata (Vollremission), sem í flestum tilfellum hefir hald- ist síðan, auðvitað með því að sjúkl. hafa annaðhvort stöðugt haldið sér við á lifrarextrakti, eða — (og eru það flestir) — ])eir hafa fengið aftur- kast nokkrum tíma eftir að þeir hættu að neyta lifrarseyðis, og síðan byrj- að á ný. Sjö sjúkl. af þeint er hata fengu, eru síðan dauðir, sumir úr til- fallandi sjúkdómum, aðrir úr afleiðingum mænuskemda, sem ekki eru sjald- gæfar við a. p. Eru þær einu nefni nefndar myclosis funicularis. Eru það skemdir (degeneratio) á aftur- og hliðarstrengjum mænunnar. Kliniskt her

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.