Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 135 mikill eldiviÖur, ekki síst hjá okkur íslendingum. Þess vegna ber einriig að líta á hve langt mcgi fara. Ef inniloftið á að jafnast viÖ útiloftið, sjá allir, að kostnaður hlýtur aÖ verða afarmikill. En í ekkert er horfandi, ef hreint og mikið loft er conditio sine qua non fyrir lif og heilsu. J'.g leyfi mér nú að draga i vafa, að sjúklingum með lungnasjúkdóma sé meiri þörf á góðu lofti en öðrum. Eg lreld t. d. að hjartveikum og blóð- sjúkum sé miklu Ijrýnni þörf á slíku. Eg þykist liafa reynslu fyrir því, að tæringarsjúklingum (sem annars getur batnað) J)atni eins vel loftsins vegna i sjúkrahúsum eins og í heilsuhælum, (eg geng hér út frá því að einnig í sjúkrahúsum sé unt að láta sjúklinga liggja úti þegar veður levfir). Og eg veit ekki betur en að J)að sé reynsla margra sjúkrahúslækna, að tæringarsjúklingum geti l)atnað svona nokkurn veginn jafnt í sjúkrahús- unum i rykugu lofti stórl)æjanna, eins og í heilsuhælum i skógar- og fjalla- lofti eða niður við sjó, ef J)eim gefst kostur á útilegu; en að sjálfsögðu eiga þeir að geta eins í góðum sjúkrahúsum sem hælum fengið sérlækna til að stunda sig og átt kost á pneumothorax-meðferð, thoracoplastic o. fl. sem þarf. Eg hefi séð mörgum brjóstveikum mönnum batna álíka vel í heimahúsum (jafnvel lélegum og loftillum) eins og hefðu þeir legið í heilsu- hælum af besta tagi. Enginn taki orð min svo, að eg sé hér að amast við heilsuhælum — J)au hafa sinn fulla tilverurétt sem einangrunar- og til- raunastöðvar, en mig langar til með J)essari grein að vekja aðra til máls sem kunna að vita margt betur í ])essum efnum en eg veit, enda má vel vera að sumuni finriist eg hneykslanlega vantrúaður. Eg held að sjúklingar með lungnasjúkdóma þurfi oft miklu minna loft en aðrir sjúklingar að sinu leyti, eins og sjúklingar með meltingarsjúkdóma Jmrfa minni fæöu en aðrir. Of mikil aðfærsla af lofti getur verið lungun- um álíka óholl eins og ofát veikum maga. Eeynslan hefir orðið sú, að gagnvart lungnatæringunni hefir í mörgum tilfellum gefist allra hest sú aðferðin, að J)rengja að lungunum til að banna ])eim loftið nema sem allra minst (pneumothorax og umbúðir um brjóstið). Sumir hafa gengið svo langt, að gera pneumothorax báÖum megin og róma mjög árangurinn (P. J3ogason). Við rannsóknir hefir komið í ljós. aö líkam- inn getur komist af með afarlítið af lofti, og þessi staðreynd kemur tær- ingarsjúklingunum að góðu. Próf. Saugmann sýndi með tilraunum á sjálf- um sér og öðrum, að heilbrigðir menn komast af með ofurstuttan og lítinn andardrátt án ])ess að ilt hljótist af. Sjálfur gat hann látið sér nægja að anda að eins tvisvar á minútu nokkra hríð án þess að finna til nokkurra óþæginda. Þessi athugun benti honum á, að óhætt væri að takmarka að- færslu loftsins að miklum muri, þegar á því ríður að immobilisera lungun eftir föngum og hlífa ])eim veikum við ofþenslu. Yel gæti eg trúað, að við lungnabólgu öðrumegin gæti pneumothorax verið heillaráð. Eg hefi ekki haft hug til þess að prófa þetta. en vil skjóta því til annara, sem meira fást við lungnasjúkdóma en eg. En oft hefir mig furðað á því, hve lungnabólgusjúklingum getur batnað i verstu hreysum í hinu afleitasta lofti, og eg hefi sjálfur sannfærst um það, sem eg hefi lært af öðrum, að mjög er varhugavert að ílytja slíka sjúklinga, þó varlega sé farið og stutta lcið að eins, úr þeim húsakynnum í önnur hetri. Eg er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.