Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 22
LÆKNABLAÐIÐ 148 Því hefÖi enginn trúaÖ, síst þeir trúarveilu, að unt væri aÖ sameina þannig alla lækna, hver sem ætt þeirra var og uppruni, mentun, áhugamál, trúbrögö, lífsskoðanir og stjörnmálastefna! En þannig fór þetta eigi aÖ siÖur. Og læknarnir hafa látið vilja sinn í ljós, skýrt og skilmerkilega, svo öllum hlvtur að finnast mikið til um það. Þetta hafa þeir gert án þess að 1)landa nokkrum stjórnmálum inn í ]>etta mál, sem er í sínu eÖli aÖ eins mikilvægt stéttarmál. Þeir hafa felt niÖur allar deilur og ágreining, er hættan vofði yfir höfði allra, hættan sem stafar af illa sömdum lögum, sem ekki taka tillit til einföldustu atriða í sálar- fræði manna. Frakkneska Læknaþingiö hefir lýst yfir því, hverjar kröíur læknar verði að gera til þess að lögin séu viðunandi fyrir þá, og þær verða lagðar fyrir alla þjóðina, skýrðar fyrir henni í ritum og ræðum, og í þessu augnamiði er þess krafist, að allir læknar, hvort sem þeir eru í Læknafélaginu eða ekki. leggi til ekki minna en 100 fr. hver. Læknar í hinum löndum álfunnar, sem hafa lögleitt alþýðutrvggingar, hafa ekki í tæka tíÖ haft kjark til ])ess að vernda sjálfsögð réttindi stéttar sinnar. Frakknesku læknarnir ætla aö láta sér ])etta að kenningu verða, og vera má. að mótspyrna þeirra verði stéttarbræðrum þeirra erlendis til blessunar. En þetta mál tckur ekki að eins til trvggingarlaganna, heldur vilja læknarnir yfirleitt korna málum sínum í nýtt og betra horf, sem sam- svari kröfum vorra tima. Byltingar hyggja þeir ekki á, og i mannkærleika og sanngirni standa þeir engum öðrum að baki. þó þeir forðist uppgerðar- skraf um slíka hluti, en hins vegar brestur þá ekki þor og þrek til þess að halda uppi sjálfsögðum réttindum lækna, gegn hverjum sem er. Þótt margskonar erfiðleikar vofi yfir, þá er eitt víst: að læknastéttin gengur út úr þessari 1)aráttu sterkari og betur sett en nokkru sinni fyr.“ Svona er þá andinn hjá frakknesku læknunum. En hvaÖ myndu þeir segja i vorum sporum? Þá myndi þcim áreiðanlcga þykja þörf á því, að stavda scvi einn niaður! G. H. Lækning á portio-erosiones. Eftir aÖ búiÖ er að opna legganginn með speculum er ])ortio dreginn fram meÖ kúlutöng'; meÖ grysjustvkki eða baÖmullarhnoðra er ])urkað vel af henni. og er erosion siðan brend meÖ 10% Lapisvatni (hvítgrá, þunn skorpa mvndast). SíÖan er lagður viÖ erosionina baömullarhnoöri með 8c/o Pellidol-vaselinl og látinn liggja við i nokkra tima (hafður á silki- þræði), svo ná megi honum eftir 3--4 tima). í stað vítissteinsvatns af áðurgreindutn styrkleik má nota formalin eða jod 10%. Þessa aðgerð skal endurtaka 5. hvern dag. Sé mikil útferÖ, er gott að ráÖleggja útskolanir með kamillete. Þeir, sem mikið hafa reynt aögerð ])essa, telja, að erosion grói innan 6 vikna eÖa um það bil. Með áðurgreindri aðferÖ (10% lapisvatn, 8% Pellidolvaselin, sterilt. hefi eg fengið 4 erosiones til að gróa á um þaö bil 6 vikum; en konurnar voru búnar að ganga með þær árum saman og haft af mikil óþægindi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.