Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 10
136 LÆKN ABLAÐIÍ) lika trúaÖur á (þó að eg geti ekki sannaÖ þaÖ) aÖ lungnabólgusjúklingum batni eins vel i kotunum eins og í konungshöllum. Nýjasta nýtt í meðferÖ lungnaveikra hefi eg heyrt ])aÖ vera, aÖ láta þá ánda aö sér kolsýru! Skylcli þar ekki vera um sama hollustuprincipið að ræÖa, þ. e. að hlífa lungunum fyrir of miklu lofti. Um eitt skeiÖ var mesta oftrú á gæði loftsins fyrir brjóstveika — og átti ekkert að saka þó aÖ kalt væri og gustur inn um glugga og gættir — og enginn þröskuldur mátti vera i vegi. Þessi oftrú mun hafa kollsiglt sig, enda mörg dæmi um versnun, gigt og bráðan l)ana. Eitt sinn ritaði franskur læknir um aðferð sem honum hafÖi gefist vel. Hann lét tæringarsiúklinga anda aÖ sér ýldulofti eða H2S. Hver veit nema þetta hafi verið á rökum bygt, en vissulega er það ógeðslegt til eftirbreytni að nota fretloft til lækninga. Mais enfin. LærÖir menn eru ósáttir enn sem fyr, og enn er ekki sannað hve mikið loft né hverskonar loft sé holl- ast sjúkum lungum. Skal eg til áréttingar hinum skiftu skoðunum á þessu máli klykkja út með sögukorni frá Madrid á 18. öld: Bæjarstjórnin sneri sér til læknadeildar háskólans um ýms heilbrigÖismál. þar á meÖal ræstingu á torgum og strætum. Læknaprófessorarnir vildu þá ráða alvarlega frá því, að moka burtu mannasaurshaugunum af götunum. Þeir töldu þaÖ varhugavert vegna þess, að fjallanepjan ofan af hásléttunni kynni þá að valda lungnabólgufaraldri þar sem hún ekki mildaðist lengur af ólyktinni! Stgr. Matthíasson. Frá handlæknamótinu í Varsjá. Eins og ákveÖið var í Róm 1926, kom Société internationale de chirurgie saman í Varsjá í sumar. Eins og kunnugt er. eru mótin haldin aðeins þriðja hvert ár. Fundir stóðu frá 22.—-25. júlí, og voru haldnir í ríkisráðshöllinni í Varsjá. Undirritaður var sá eini af þremur íslenskum meðlimum félagsins, sem mætti. Rúmlega 800 læknar víÖsvegar úr heimi voru þarna saman komnir. mest frá Frakklandi, Niðurlöndum og SuÖurlöndum, en þar næst frá Eng- landi og Ameriku. Frá Norðurlöndum komu fáir, enda nýlega afstaðið læknamót í Osló. Frá Þýskalandi kom enginn, því enn hafa ])ýskir læknar ekki viljaÖ taka aftur hina almennu úrsögn sina úr félaginu, síðan mis- klíðin varð út af bréfinu: ,,Es ist nicht wahr!“ Hafði félagsstjórnin revnt mikiÖ, og reynir enn, til að koma samkomulagi á, en ekkert gengur. Veldur því sennilega mest, aÖ stjórnin er eingöngu skipuÖ belgiskum og frönskum læknum, og svo þaÖ i þetta skiftiÖ, að fundarstaður var valinn i Póllandi, en ])angaÖ vilja Þjóöverjar ógjarnan koma. Margir halda, aÖ bráðlega kom- ist sættir á. Þá var það einnig eftirtektarvert og ömurlegt að vita. aÖ heldur ekki einn einasti rússneskur læknir kom á læknamót þettá. \’ar okkur sagt. að þeim muni beinlínis hafa verið bannað þangað að sækja af sjálfri Sovjetstjórn- inni, en vitanlega er einnig grunt á því góða milli Rússa og Pólverja yfir-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.