Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 14
140 LÆKNABLAÐIÐ í Akureyrarsjúkrahúsi. Og sannast aö segja hefi eg látiÖ viÖgangast aÖ fylla stofurnar eins og raun hefir á orÖið, af því aÖ aÖsóknin er mikil, og eg á bágt með aÖ úthýsa vesalingum, sem eiga við enn verra loftrými aÖ búa heima, og „last not least’* fyrir það, að cg hcfi sannfœrst itin að i sjúkra- stofum þar sem sjúklingar eru ekki illa haldnir eða meÖ daunilla útferð eða þessháttar, þá sé öldungis óhætt og heilsunni ósaknæmt, þó að loftrými sé ekki meira en svo, aö 9—10 rúmmetrar komi á mann. En nota bcnc: Þetta er þeim skilyrðum bundið, að ætíÖ sé opinn gluggi dag og nótt, mið- stöðvarhitun góÖ og raflýsing, sem ekki eyÖir lofti að neinum mun. Og ])essum skilyrðum er vel fvlgt í Akureyrarspítala. Þótt ])að sé fiarri mér að vilja halda fast í þröngbýlið (því þvert á móti ann eg mjög, bæði fegurðar og þæginda vegna, að hafa riflegan gólfflöt handa hverju rúmi og hátt undir ioftiö) — þá er mér sama hvað hinir lærðustu heilsufræðisprófessorar kunna að prédika um 25—30 m3 á sjúkl. Eg hefi reynsluna fyrir mér, aÖ langtum minna má vel duga í viðlögum eða þar sem fátækt skamtar rúmiÖ. Hinsvegar veit eg það líka. aÖ lærðu mennirnir eru ósammála. Margir þeirra líta alt öðrum augum á loftrými sjúkrahúsa nú en áður. Það er einhver munur, að hafa stöðuga, góÖa loft- ræstingu og losna viö olíuljósin (miðlungsstór steinolíulampi framleiðir t. d. nálega þrefalt meiri kolsýru en fullorðinn maður). En hvað um þetta. Eg hlakka til að sjá öll sjúkrahús landsins að eins hæfilega skipuð sjúklingum, en ekki troÖfylt eins og nú tiökast. Og eg hlakka til að mega bráðlega eiga von á að sjá nýtt og gott sjúkrahús reist á Akur- eyri og hið gamla notað cinungis sem berklaspitala. Embætti. Reykjarfjarðarhérað. Umsóknarfrestur um hjeraö þetta er nú útrunninn, en enginn hefir sótt svo kininugt sje. Hinsvegar hefir stjórnin boöiö hjeraöið einum eöa fleiri Iæknum, en þeir ekki þrgiö, þó margir hafi litiö aö gera. — Vestigia terrent. Læknafél. íslands hefir látiö þetta mál hlutlaust til þessa, en eigi aö síöur er illt til þess að vita, aö hjeraðið skuli vera læknislaust, því lerfitt er og oft ókleift að leita læknis á Hólmavík. Duglegan og framkvæmda- saman lækni þyrftu þeir aö fá hjeraösbúar í Rieykjarfjarðarbjeraöi, sem gæti orðiö þeim góöur liösmaöur bæöi i heill)rigöismálum og allri fram- íaraviöleitni. Nokkur skylda ber læknastjettinni til þess að láta ;ekki á sjer standa með læknishjálpina ef unnt er, en þá veröur jafnframt aö gera hjeraöiö boðlegt. Læknir hefir ekki átt þar kost á sæmilegu húsnæði undanfariö, ])ví enginn er læknisbústaðurinn, og viö það bætist. aö litlar horfur eru á aö losna þaðan og fá annaö betra hjerað eftir hæfilegan tíma. meö þeim veitingareglum sem tíökast hafa undanfarið. Meöan ekki fæst úr þessu bætt er bjeraöiö gildra ein, sein enginn skynsamur læknir gengur í,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.