Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 12
138 LÆKNABLAÐIÐ færi séu í aÖalsökinni vi'ð mh. Basedowii, og ac5 minsta kosti annað þeirra beri þá a<5 skera burtu. Hvað snerti emljolia jiostoperativa er sú gáta óleyst, nema a'Ö litlu leyti, hvernig æÖakekkirnir myndast fremur i einum sjúkling en öörum; en mikill var iærdómur og mikið hafÖi verið hugsað og ritað um þessa terra in- cognita, af málshefjandanum. Það var einróma álit magalæknanna, að skirrast ekki við aö gera re- sectio vegna ulcus eða cancer, þegar því væri við komið, og fordæma gastro- enteroanastomosis, nema stöku sinnum seni joalliativ operatio. Og við mb. Basedowii voru menn á eitt sáttir um, að ekkert dygði nema operatio, það er ablatio annars helmings af kirtlinum og mikils hluta hins helmingsins. Iiybbinettc (hinn sænski, feitlagni en hraustlegi, glaðlyndi frændi vor. sem er afbragðs söngmaður i viðbót við skörungsslcap við lækningar) talaði vel og sýndi ágætar myndir af vel hepnuöum aðgerðum á sjúklingum með luxatio congenita coxæ og önnur mjaðmarmein. Var það eitt af þvi besta, sem fram kom á fundinum. Putti frá Bologna átti lika að tala þarna, en mætti ekki. Pólsku kollegarnir, og kvenfólk þeirra ekki síður, höfðu gert sér mikið far um að taka vel á móti gestunum. Það var ekið með okkur til ýmsra merkra staða i borginni og utan hennar, og var margt að sjá, sem seint gleymist. Eg hafði vonast eftir, eins og fleiri, að við fengjum að sjá Pilsudski, hinn mikla Mussolini þeirra Pólverjanna, en hlaut ekki þá ánægju. Hann var suður í Krakow um þær mundir, og þangaö komst eg ekki. Annars fóru margir kollegar þangað, og sömuleiðis til Wieliczka, Zakopane og Lwow. En sú ferð tók 4—5 daga og kostaði ca. 500 krónur. Þann auka- kostnað vildi eg ekki liaka mér. Það var auðséð á öllu í Póllandi, að þar er alt að umskapast i menningar- áttina, síðan sjálfstæðið fékkst, enda veitir ekki af, eftir margra alda kúg- un. Það var bjart yfir öllu; fólkið frjálslegt og framsækiÖ, og franifarir á öllum sviöum. Fanst mér mega heimfæra þar vísuorðin Þorsteins Erlings- sonar, er hann kveður um myrkravöldin, er urðu loks að víkja sæti: „Þau ugðu ekki neitt, fyr en útsker og sveit stóð iðandi af vöknuðum mönnum, og dagmálahnjúkur úr dimmunni leit og dalurinn grænn undan fönnum.“ Samþykt var að halda næsta kongress í Madrid 1932, þar eð innanríkis- ráðuneyti Spánverja hafði sent félagsstjórninni boð, að þar skyldi heimill fundarstaður og allir velkomnir. Eftir atkvæðagreiðslur um ýmsar uppástungur um umræðuefni til þessa næsta móts, voru þessi þrjú valin: ]. Chirurgie des tumeurs intrarachidiennes. 2. Suppurations pulmonaires non tuberculeuses. 3. Chirurgie de l’oesophage. Enn veröur fjórða vísindalegt efni á dagskrá, og var sérstök nefnd val- in til að ákveða það.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.