Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 17
Lækna'bláðið 143 til ltr. Þórðar Gunnarssonar, sýni eg fram á, hversu úir og grúir af ósannindum í grein hans. Get eg því ekki séð, að vottorðið ósanni neitt í grein minni. Grenivík 10. sept. 1929. Jóhann J. Kristjánssbn. Ssar til Jóhanns Jcrímiasar Krisljánssonar lccknis. — Þú hefir skrifað mjög sanngjarna!! lýsingu af okkur Höfðhverfingum í Læknablaðið maí og júní-heftið jt. á. Get eg ekki annað en svarað nokkrum orðum því, sem heint er persónulega til mín. Eg varð cf satt skal segja hissa á, að þú skyldir fara að gefa mér tilefni til nýrra vrringa; cg hélt að okkar viðskiftum á jieim grundvelli, hefði verið lokið á sáttafundinum i Laufási og meira að segja datt mér í hug, að þú hefðir farið jtaðan með einhvern sncfil af jiakklætistilfinningu til mín. Þegar útséð var um, að þú gætir verið lengur í Höfða, komuð þið hjónin til mín niður á Kljáströnd og báðuð um pláss, fyrir ]>ig einan um veturinn, því konan og börnin færu til Reykjavikur. Samdist þá svo um, að þú fengir 2 herbergi, íæði, þjónustu, ljós og hita fyrir 150 kr. um mánuðinn, en breyttist þó þannig, að þú lagðir til kol og þóttist þú með því, vera óháðari hverju j>ú eyddir til brenslu; og vegna þessa drógum við frá 15 kr. á mánuði, og voru j>á eftir 135 kr., er mér skyldu greiddar mánaðarlcga. Þegar j>ú fluttir frá Höfða, flytur þú hingað apotek j>itt, með tilhevrandi meðala- skápum, ásamt skrifborði. Þetta geymdi cg fyrir þig frá því í ágúst til nóvcmber- ioka s. á., án þess að taka einn eyri f\-rir. Þó 'að þú værir upptekinn á einn og annatt hátt, vetur þann, er þú dvaldir í húsi mínu, þá vissir þú j>ó mjög vel, hvcrnig pláss j>að var, er þú fékst fyrir þig og fjölskyldu þína. Það hefði því verið lieiðarlegra af j>ér, að flytja aldrei í ibúð jæssa, heldur en að taka alt gott og gilt og senda svo „collegum" þínutn um land alt, svívirðilegar lýsingar bæði af mér og húsinú. Það er því beiðni mín til hins heiðraða Læknafélags íslands, að l>að láti óvilhalla menn, skoða l>að húspláss, er Jóhann læknir hafði hér, en það er sem her segir: 1 stofa 5J4XÓ ai- með einunt stórum þriggja faga glugga, 1 stofa 6J4X6 al. með einum glugga af sömu stærð, 1 stofa 5X4-?4 al., mcð einum glugga af venjulegri stærð, I stofa 5X2Já a'- með einum glugga og 1 stofa 4J4X3JÍ al., með einum glugga, eldhús 6X3 al., með bekkjum og skápum, lítið búr, 2j<X2 al., undir því kiallari; bæð undir loft í allri Íbúðinni er y/2 al. Á vesturhlið hússins er útúrbygð forstofa með stórum glugga móti vestri, en dyr á móti suðri, og munu l>að vera dyr þær, er þú segir um í grein þinni, að gert hafi þann kulda í húsið, að ekki var viðunandi; samt notaði læknir Árni Helgason þær, allan þann tima, sem hann bió hér í sönm íbúð, en ltann hafði líka apotek; sitt í sambandi við þá forstofu, og. var því laus við alt ferðalag sinna sjúklinga gegnum stofu og eldhús. Auk þess, sem að framan cr talið, hafðir þú stórt palckhúsloft, með sérstökum inngangi, til geymslu, einn skúr, 6JÚX3 m., sem þú notaðir fyrir hænsni, hey og eldivið — og mat. — Enn fremur fjóspláss fyrir 1 kú og hirðingu á henni, aðra en að mjólka hana. En þessu skýtur þú undan, þegar þú ert að fræða stéttarbræður þina unt pláss þitt hér. Satt er það, að i íbúð þinni var aðeins 1 ofn, en það er stór S.vend- borgarofn og er alhægt að hita upp með honum 3 stofur, þar sem liann stendur í miðstofunni. Hans aðalgalli er sá að það þarf að hreinsa hann eins og aðra ofna. Eldavélin viðurkenni cg als ekki að hafi verið ónothæf, þegar þú tókst við henni. Hefðir þú komið fram við mig eins og aðrir, sem eg hefi verið i sambýli

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.