Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 3
LEIIIILIIII 20. árg. Reykjavík, maí—júní 1934. 5.—6. tbl. [Prá nýja spítalanum á Kleppi. Yfirlæknir: Helgi Tómasson, dr. med.] Rannsóknir á psychosis manio-depressiva. — Y f i r 1 i t. — (Fyrirlestur fluttur í Vísindafélagi Islendinga 13. febr. 1934). Eftir Helga Tómasson. Algengasti geðsjúkdómurinn er talinn hin svonefnda psychosis manio- depressiva. Hann birtist i fjölda mynda, sem á yfirborðinu og fljótt á lit- ið eru gerólíkar, en sem þó við nánari athugun og að flestra dómi nú, eru taldar ein sjúkdómsheild. Sjúklingarnir geta verið daprir og hryggir, lif- andi mynd hinnar dýpstu sorgar, hinna þyngstu þjáninga og harma, eða þeir eru glaðir og kátir, fullir þrótti og fjöri, svo að út af flóir á alla barma, ofsareiðir eða bandóðir. Þeir geta verið kyrrir, jafnvel eins og stirðnaðir eða óhreyfanlegir, eða þeir eru ókyrrir, eirðarlausir, með hávaða og hamagangi. Sjúkdómurinn birtist í köstum, sem akut psychosis, oftast nær annað- hvort sem mani eða melancholi, sjaldnar sambland af hvorutveggja. Dr. Guðm. Finnbogoson hefir búið til ágæt íslensk orð yfir þessar 2 helstu myndir sjúkdómsins, oflæti = mani, vanlæti eða fálæti yfir melancholi, sem annars er oftast nefnd þunglyndi, eftir því einkenni, sem mest er áberandi hjá þeim sjúklingum. Sameiginlegt með öllum myndum sjúkdómsins er alment talin geðslags- breytingin, svo að manio-depressiva geðveikin er talin hinn eiginlegi skap- brigða- eða geðslags-sjúkdómur, þó ýmislegt bendi til þess, að í mörgum tilfellum sé um meira en aðeins geðslagsbreytingu að ræða. Oflætið er miklu sjaldgæfara en van- eða fálætið, og birtist í ýmsum stigum, sem, er þau eru vægust, líkjast eðlilegri gleði og ánægju eða reiði. Við nána athugun má þó venjulega finna byrjandi hugarlos það og dóm- greindarleysi á eigin persónu, sem síðar verður mjög áberandi hjá sjúk- lingunum og gerir, að þeir á vissum stigum sjúkdómsins líkjast mest ölv- uðum mönnum í mörgu. Vanlætið eða fálætið er aftur á móti mjög al- gengt, einkum í vægari myndum, þeim, sem almennt eru nefndar þung- lyndi. Aðaleinkenni þessara sjúklinga eru þunglyndi, tregða, andleg og líkamleg, kvíði, hræðsla eða angist og ýmsar líkamlegar ógeðfeldniskendir. Þeir eru þreyttir, slappir, máttlausir, linir, þungir í höfði, þunglamalegir, lystarlausir, hægðatregir, þvag oft lítið, kynhvatir daufar, svefn ófull- nægjandi o. fl., o. fl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.