Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 4
50 LÆKNABLAÐIÐ Eins og eg tók fram áður, hefir manio-depressiv geðveiki veriÖ talin hinn eiginlegi geðslags- eða skapbrigða-sjúkdómur. En líkamlcgur griindvöllur gcðslags manna er að nokkru leyti hið svo- nefnda ósjálfráða — vegetativa eða autonoma — taugakerfi. Innan þess má greina tvo stóra aðalstofna — hiö' svonefnda sympatiska og parasym- patiska kerfi. Verkun þeirra er á öll líffæri andstæð, t. d. eykur sympa- ticus hjartslátt og þrengir æðarnar, en parasympaticus hægir á hjartanu og víkkar æðarnar; gætir þannig andstæðuáhrifa þessara tveggja kerfa um allan líkamann. Áhrif þau, sem þessar taugar hafa á cellur líffæranna, fara eftir því, hvernig þeir líkamsvökvar eru samsettir,, sem eru umhverfis cellur líffæranna, við teljum, að crting taugaendanna farl cftir cfnasamsetningu þeirra vökva, scm er umhvcrfis þá. Það er alment og vel grundvallað biologiskt lögmál, að frumefnið Ca dragi úr ertingu, frumefnin Na og K auki hana aftur á móti, þannig, að ákveðið hlutfall á milli þessara efna i næringarvökvunum er eitt fyrsta lífsskilyrði allra lifandi vefja, jafnt hjá verum með köldu blóði sem heitu. Hjá mönnum og dýrum er blóðið aðallíkamsvökvinn, þannig, að allar breytingar á samsetningu þess hljóta óhjakvæmilega að hafa ahnennar breytingar á starfi líffaranna í för með sér, og allar almennar breyting- ar á starfi þeirra hljóta að hafa áhrif á samsetningu blóðsins. Hlýta breyt- ingar þessar ýmsum kemisk-fysiskum lögmálum, sem ekki koma við máli mínu hér. Vegna þess sambands, sem er á milli geðslags manna og ósjálfráða taugakerfisins, og þess aftur og frumefnanna Ca, K, Na í (næringar)- vökvum líkamans, tók eg mér fyrir hendur 1923—26, að rannaka Ca, K, Na í blóði sjúklinga með geðslagssjúkdóma, svo og ertingu ósjálf- ráða taugakerfisins hjá þeim. Rannsóknir þessar voru gerðar á geðveikraspítölum og á yfirleitt mik- ið veikum sjúklingum. í>eir leiddu í ljós, að yfirleitt var ertingin i ósjálfráða taugakerfi þess- ara sjúklinga minkuð — eða þeim hluta, sem snertir hjarta og æðakerfi aðallega — og jafnframt var Ca í blóði aukið og Na minkað, m. ö. o. að þarna var almennu biologisku jafnvægi raskað, og sú almenna afleiðing, sem því fylgir. Rannsóknir þessar hafa síðari rannsakendur yfirleitt stað- fest í öllum aðalatriðum. A árunum 1927—31 gerði eg tilraunir með að nota þessar almennu breytingar, sem grundvallaratriði fyrir lækningatilraunum á sjúkdómnum. Valdi eg þar til fyrst sjúklinga með mania — oflæti — eftir nánari regl- um og gaf þeim nýtt efni, acethylcholin, sem vitað var að verkaði ertandi á parasympatiska hluta ósjálfráða taugakferfisins. og ephedrin, sem ertir sympatiska hluta þess. Bæði þessi efni virtust mér jafnframt verka lækk- andi á Ca í blóðinu, og aukandi á Na, m. ö o. þau áttu að geta komið jafnvægi á þessar tvær almennu breytingar, sem var að finna hjá sjúk- lingunum, hina minkuðu ertingu í taugakerfinu og hið hækkaða Ca/Na- hlutfalli blóðsins. Jafnframt því sem sjúklingum var gefið þetta, læknuðust þeir á a. m. k. ekki meir en þriðjungi þess tíma sem sennilegt var, að þeir ella hefðu gert,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.