Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 8
54 LÆKNABLAÐIÐ Tilfellin eru ekki nægilega mörg til þess að leiða líkur að því, hvort hér sé um almenna reglu að ræða, sem gildi um alla manio-depressiva á byrjun- arstigi, eða að eins um nokkurn hluta þeirra. En þunglyndið er slíkt böl og byrði fyrir þá sem fyrir því verða, að allar tilraunir, sem á einhvern hátt miða að því að létta því af mönnum, eiga fylsta rétt á sér. Lækningabálkur. Shock. (Yfirlitsgrein, tekin saman af H. T.). Biologiskur grundvöllur, teknik, indikationir og kontraindikationir. Richct, og einn samverkamaður hans, Porticr, veittu því af tilviljun eftirtekt 1902, að sóleyjartegund ein var mjög eitruð. Við nánari rannsóknir á eitrinu kom í ljós, að er hundur einn, sem fengið hafði saklausan smáskamt af því fyrir 3 vikum, aftur fékk skamt af því, sem saklaus var heilbrigðum hundi, þá vciktist hann mjög, nokkrum sekt'ind- um eftir inntökuna: Hann valt um, órólegur mjög, með miklum uppköst- um, hélt hvorki saur né þvagi, andardrátturinn varð tíðari og tíðari, pupillur dilateraðar og dýrið var dautt eftir y2 klst. Richet og Portier nefndu þetta anaþhylaktiskt shock. Ári seinna sá Arthus sama fyrirbrigði hjá kanínum, sem fengu hestaserum. 1909 sýndu Bicdl og Kraus, og 1910 Nolf fram á að einkenni við anafylaktiskt shock voru þau sömu, sem lífeðlisfræðingar lengi höfðu vitað að kæmu fram, ef hundum væri gefið pepton í stórum skömtum (30—50 ctgr. pr. kg., intra- venöst). Munurinn var sá einn, að örsiuáan skaiut þurfti til þess að fram- kalla anafylaktiskt shock hjá clýri, sem gert hafði verið ofnæmt — scnsi- biliscrað, — en þcpton-shock kom af stóruni skamti hjá dýri, sem ekki hafði áður verið sensibiliserað. Menn hugðu í upphafi, að shock kæmi aðeins af proteinefnum eða kol- loid-upplausn. Síðari rannsóknir hafa sýnt, að protcin í serum ýmissra dýra, kolloid-upplausnir ýmsar frá náttúrunn-ar hcndi (blóð og serum manna, mjólk) eða tilbúnar kolloid-upplausnir (collargol og aðrar kolloidmálm- upplausnir), ýms krystalloid cfni og lyf geta valdið shocki, jafnvel isotonisk Na/Cl-upplausn og intravenöst vatn. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á því, hvað væri valdandi shock- einkennunum, bæði af lifeðlisfræðingum og öðrum læknum. Mestan skerf til þessara rannsókna virðast Frakkar hafa lagt, og þar í landi fyrst og fremst Widal og fjöldi lærisveina hans. Rannsóknir þessar hafa sýnt, að áður en hin rosalegu shock-einkenni koma í ljós, verða breytingar í blóð- inu og ósjálfráða taugakerfinu, blóðþrýstingur hækkar alt í einu, blóðplöt- um og leucocytum fækkar, storknun blóðsins minkar eða hættir. Breyt- íngar þessar eru hinar sömu, hvað sem veldur shockinu. Blóðbreyting-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.