Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 55 ar þessar eru nefndar Crisc hcmoclasiquc, og taldar eiga rót sína í snögg- um breytingum á fysisku ástandi kolloid-efna í plasma. Slíkar breytingar á plasma blóðsins verka auðvitað út um alla vefi líkamans. Hverjar þess- ar breytingar á kolloid-efnum eru, eru menn ei sammála um. Flestir telja breytta flocculation þeirra aðalatriðið, að kolloid-komin stækki, hlaupi saman. Sumir telja svo, að við það stiflist háræðar lungnanna, en súrefnis- skortur verði í blóðinu. Aðrir telja, að endotelið í heilaæðum ertist, hár- æðar i heilanum víkki snögglega, og siðan, reflektoriskt, háræðar í öðr- um liffærum. Ástand vegetativa taugakerfisins breytist, einkum er algengt að aukin parasympatisk erting stuðli að shock. Ef sympatisk erting er aukin, er mjög erfitt (ómögulegt?) að framkalla shock. Fjöldi sjúkdómstilfella, sem áður voru talin undir gigt, asthma, urticaria, migræne, eczem o. fl., o. fl., eru nú talin vera í eðli sínu shock, sem að vísu oft útleysist, án þess að um sýnilega utanaðkomandi ástæðu sé að ræða. Sjúkdómseinkennin eru einkenni upp á bardaga, sem likaminn á í við óviðkomandi og skaðleg protein, sem komist hafa inn í blóðið. Þegar kolloidstabilitet blóðsins er í hættu, tekur líkaminn viðbragð það, sem vér nefnum shock. Það getur verið ýmist líkara anafylaktiska shockinu (m. ö. o., að sjúkl. hafi á einhvern hátt sensibiliserast gegn þessu eða hinu antigeni) eða (pro- tein)-shockinu. sem þá t. d. kemur eftir að fólk hefir borðað um of, tekið eitthvert lyf, ofkælst eða jafnvel aðeins orðið fyrir geðshræringu. Hvort menn fá urticaria, asthma eða eitthvað annað, fer eftir dispositioninni, hvar hún er mest, — í húð, lungum eða annarsstaðar. Menn höfðu oft veitt því eftirtekt, að asthmasjúklingum leið einkenni- lega vel eftir að þeir höfðu haft köstin. Sama er og um ýmsa aðra þess- ara sjúkdóma; sjúklingum l'tður oft einkennilega vel á milli kastanna. Varð þetta til þess, að mönnum hugkvæmdist að reyna að framkalla shock-til- felli, er maður hefði fult vald yfir hjá ýmsum sjúklingum, í þeirri von, að maður með því að æfa þannig þessi mótstöðuöfl líkamans yki mót- stöðuna gegn þeim skaðlegu efnum, sem að verki væru, og veitti sjúk- lingunum þannig lengri hvíldartíma á milli kastanna, og ef til vill það langan, að líkaminn næði að losa sig við hin skaðlegu efni. svo að sjúk- lingarnir yrðu albata í hinum strangasta og eiginlegasta skilningi. Höfðu læknar þegar reynt shock-therapi löngu áður en menn vissu nokkuð um shock, eingöngu út frá þeim hugsanag-angi, að eftirlikja nokkrum af reak- tionum líkamans gegn sjúkdómum (Rnmf. 1893 við tyfus, ríallopcau & Rogcr 1896 við lupus (inj. á dauðum bakteríum) o. fl. 1908 reyndu de Charrin. dc Robin. dc Ncttcr kolloidal-silfur við infektionssjúkdóma, án þess þó að setja það í samband við shock. 1914 var byrjað á mjólkur- terapi í Þýskalandi, og upp úr því hófust verulegar rannsóknir á shock- terapi þar í landi, og í öðrum germönskum löndum. Efni, scm notuð eru til þcss aS framkaUa shocl; eru mjög mörg. Aðal- lega eru þau þrennskonar: 1) málmar, 2) organisk efni og 3) bakteriel protein. 1) Málmar. Málmar eru aðallega notaðir í kolloid-upplausn (silfur, gull. brennisteinn, járn, kopar, kvikasilfur o. fl.). Kornin eru ultramikro- skopisk, eins og t. d. collargol. electrargol (kolloid-silfur fínskift með sér- stökum rafmagnsaðferðum). Kolloid gullupplausnir eru erfiðari viðfangs,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.